Marcoeffekten: Heimsósómaglæpasaga, morð og ofbeldi

Var að ljúka við fyrstu glæpasöguna sem ég hef lesið eftir Jussi-Adler-Olsen og sannaði fyrir sjálfri mér, sem ég reyndar vissi áður, að þessar bækur eru ekki fyrir mig. Ástæðan fyrir því að ég las bók, sem ég vissi að var ekki fyrir mig, var að mig langaði til að nýta mér hina ágætu þjónustu Norræna bókasafnsins að lána bækur rafrænt. Bókin, sem er dönsk, var að vísu á sænsku.

Bókin er um glæpi, græðgi og spilllingu. Glæpaklíkur stýra betli a götum Kaupmannahafnar,  starfsmenn þróunarhjálpar stela og svífast einskis, milliliðir mata krókinn og fyrrum barnahermenn henta vel til endurnýtingar fyrir hvern sem borgar. Þvi miður er efniviðurinn kunnuglegur en það er smurt á. Aðalpersóna bókarinnar er síður en svo aðlaðandi, vakti andúð mína. Barnalegur, pirraður og algjörlega menningarsnauður en þó væminn. 

Þó er þrennt sem gerir þessa bók læsilega.

1. Einstæðingurinn, vegabréfslausi og föðurlandslausi Marco sem er hetja bókarinnar. Hann slítur sig lausan frá kúgurum sínum og berst við ofurefli um leið og hann reynir að verða eðlilegur maður. Reyndar er það sem hann er að fást við ofurmannlegt.

2. Lýsingar höfundar á Kaupmannahöfn eru frábærar, borgin Kaupmannahöfn er önnur best dregna persóna sögunnar. Hún lífnar við.

3. Þessi höfundur kann svo sannarlega að skapa spennu.

Niðurstaða og lokaorð. Mér leiddist bókin. Of mikið ofbeldi og of langdregnar spennuþrungnar senur. Og svo þetta stöðuga þras og  ónot milli samstarfsfólks. 

En kannski er ég ekki sanngjörn. Þessi bók er 5. bókin í röð bóka um deild Q innan dönsku lögreglunnar og líklega er þetta eins og í öðrum seríubókum, þær eru í raun framhaldsglæpasögur og það þarf að byrja fremst, því þannig kynnist maður persónunum og aðstæðum. Konan í búrinu er hér í bókaskápnum og nú er spurinng hvort ég freistist til að lesa hana, þó þessi höfundur sé ekki fyrir mig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 189907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband