Það felllur ekki á gull: Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu ætla ég  að hugsa málið og hugsa um málið. Reyndar hugsa ég mikið um málið. Ég,mamma og órður að gefa heimalningkannski meira en ég hugsa málið eða málin. Mér finnst málið þjást af verðbólgu og hún rýrir gildi þess. Einhverjum dettur í hug að krydda mál sitt, leggja áherslu á það sem hann vill segja með því að bæta við forskeyti eða setja orðið í nýtt samhengi. Það er gott svona einu sinni eða tvisvar en svo apa aparnir eftir og ,,snjallyrðið" verður klisja, tugga. Af hverju talar fólk stöðugt um nýsköpun en ekki sköpun. Er ekki öll sköpun ný? Guð lét sér jú bara nægja að skapa heiminn, hann nýskapaði hann ekki. Af hverju tala menn nú allt í einu allir um regluverk en ekki bara reglur? Og gera menn sér enga grein fyrir að það er ekkert frumlegt lengur að berja augum og það á bara alls ekki við nema stundum að segja að einhver stígi á stokk. Ég tala nú ekki um að leiða saman hesta sína, hvað eftir annað  hef ég séð notað um fólk sem ætlar að vinna saman, en orðtakið er um allt annað. Og hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að nota orð eins og púðursnjór þegar við eiga hið undurfagra orð lausamjöll?

Reyndar veit ég að það er margt fólk sem vandar mál sitt, það er allt of lítið um það rætt en ég tek eftir því. Það eru  líka margir sem hafa mikinn áhuga á málrækt. Oft sé ég talað um máræktarfólk af vanvirðingu, það fær á sig stimpla svo sem málfarsfasistar og þaðan af verra. En það skaðar engan, góður málstaður stendur alltaf með manni og mér verður hugsað til gamla kennarans míns Oddnýjar Guðmundsdóttur rithöfundar sem skrifaði málfarspistla í Þjóðviljann. Það fellur ekki á gull hefði  Oddný sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í hvívetna. Sé núna að mætustu menn eru farnir að nota orðið snjóstormur yfir byl. Og svona mætti lengi telja.

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 189909

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband