Hverju höfum við efni á?

Í umræðu undanfarinna daga um hverju við höfum við efni á, verður mér hugsað til orða séra Jakobs Jónssonar sem hann lét falla í harðvítugri deilu um hvort VIÐ hefðum efni á að setja klukkur í turn Hallgrímskirkju sem nýlega var búið að reisa. Þá eins og nú (og kannsski enn frekar) voru margir sem stóðu höllum fæti í samfélaginu og höfðu lítið á milli handanna. Ekki man ég hvar þessi orð birtust en ég tók eftir þeim og þau breyttu hugsun minni. Reyndar vissi ég eins og allir að Jakob hafði samúð með lítilmögnum og því komu orð hans mér á óvart.

Hann lagði út af Biblíunni og vitnaði í orð sem Kristur lét falla þegar konan í húsi Símonar líkþráa brúkaði hin dýru alabasturssmyrsl til að hella yfir meistara sinn. Lærisveinarnir urðu gramir og spurðu:Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum. Það var þá sem Jesús lét hin fleygu orð falla.FÁTÆKA HAFIÐ ÞIРJAFNAN HJÁ YKKUR EN MIG EKKI ÁVALLT.

Nú vil ég taka það fram til að koma í veg fyrir misskilning að ég er ekki trúuð kona og pólitískt séð stend ég með þeim sem minna mega sín. En einhvern veginn kemur umræðan um klukkurnar í Hallgrímskirkju alltaf upp í hugann þegar rætt er um hvað VIÐ höfum efni á. Og enn klingja þær í höfði mér klukkurnar hans séra Jakobs, nú þegar svo mikið er rætt um menningarmálin. Reyndar oftast af fólki sem virðist hafa efni á öllu mögulegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband