3.11.2013 | 19:27
Spillt stjórnarfar: Fćreyjar 17. aldar í bođi Heinesen
Var ađ ljúka viđ ađ lesa VONIN BLÍĐ eftir Heinesen. Hún kom út 1964 og var snúiđ á íslensku 1970 af Magnúsi Jochumssyni og Elíasi Mar. Ég hef ekki lesiđ ţessa bók áđur, hún hefur einhvern veginn orđiđ afgangs ţegar ég "datt í" Heinesen á sínum tíma eftir ađ ég vikudvöl í Ţórshöfn. Heinesen fékk norrćnu bókmenntaverđlaunin fyrir ţessa bók (deildi ţeim međ Olof Lagercrantz).
Rammi sögunnar er skýr og á vissan hátt ţröngur. Frásagan er í bréfaformi, presturinn og magisterinn Peder Börresen skrifar vini sínum og sálusorgara bréf ţar sem hann greinir frá lífinu í Ţórshöfn. Fyrsta bréfiđ er skrifađ 7. apríl 1669 um borđ í, Jómfrúnni, skipinu sem flytur hann til Ţórshafnar og ţađ síđasta er dagsett 8. júlí 1670.
Presturinn hefur vegna starfa síns ađgang ađ vettvangi allra, hárra sem lágra. Ţađ leynir sér ekki af frásögninni ađ hjarta hans slćr međ fátćklingum og framferđi valdastéttarinnar hneykslar hann, enda er hún gjörspillt. Sagan lýsir aldarfari og raunverulegum atburđum. Á ţessum tíma rćđur Christoffer Gabel lögum og lofum í Fćreyjum, hann hefur eyjarnar ađ léni frá Friđriki 3. og hefur rađađ í kringum sig sínum líkum, mönnum sem svífast einskis og misnota vald sitt. Fátćklingarnir eru ofurseldir kúgun, grimmd og girnd ţessara manna og kannski ekki síđur ţví fádćma mannfjandsamlega, trúarlega hugarfari sem var ríkjandi innan kirkjunnar. Allt helst ţetta í hendur. Međan á lestrinum um stendur er ég stöđugt ađ bera ástandiđ i Fćreyjum saman viđ ástandiđ hér á landi, ţ.s ég ber ţađ saman viđ ţá mynd sem hefur prentast inn i mig í gegnum söguna og kannski ekki síst i gegnum sögulegar skáldsögur. Ţetta eru nokkurn veginn tímar Jóns lćrđa og öríitiđ á undan ţví sem lýst er í Íslandsklukku Laxness. Einhvern veginn hef ég ţađ á tilfinningunni ađ Höfn (Ţórshöfn) hafi veriđ meiri "stórborg" en Reykjavík ţeirra tíma og ađ Fćreyjar hafi veriđ enn meira undir hćlnum á Dönum en Ísland var. Viđ eigum ađ minnsta kosti ekki eins krassandi sögur af kráarlífi, drykkjuskap og hórdómi nema ef vera skyldu fylliríin á Magnúsi í Brćđratungu og ekki sögur af setuliđi fyrr en löngu síđar. Reyndar minnir mig ađ fyllerí Magnúsar í Brćđratungu hafi tengst Eyrarbakka en ekki Reykjavík.
Mér varđ líka viđ lestur bókarinnar hugsađ til annars rithöfundar sem nýlega var í fréttum (fékk sömu verđlaun og Heinesen) ţ.e. Kim Leine og skrifum hans um kollega Peders í Profeterna i Evighetsfjorden Ţessi saga gerist í enn annarri nýlendu Dana, Grćnlandi. Kim Leine er ekki eins knappur í forminu en óneitanlega eru karakterarnir llíkir.
Ţađ var gaman ađ lesa ţessa bók og nú langar mig ađ lesa mér meira til um fćreyska sögu og fara aftur til Ţórshafnar. En auđvitađ fjalla allar sögur ađ einhverju leyti og kannski fyrst og fremst um okkur sjálf og okkar tíma. Ţađ er ţađ sem gerir ţćr svo hrífandi. Ef Heinesen hefđi t.d. skrifađ ţessa bók í dag ţá vćri auđvelt ađ skođa hana í ljósi HRUNSINS. En andstćtt íslenskum fátćklingarnir (nú sem fyrr) standa fátćklingarnir í bók Heinesen ekki međ valdstéttinni og óréttlátu dómskerfi. Ţeir veita andóf.
Ég hlakka til ađ rćđa ţessa bók viđ stöllur mínar í lestrarfélaginu.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 189007
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.