Við erum öll á leiðinni frá Auschwitz

Rosenberg Ég hef nýlega lokið við að lesa bók eftir sænska rithöfundinn og fjölmiðlamanninn Göran Rosenberg. Hún heitir Ett kort uppehåll på vägen från Auschwitz og fjallar um föður hans. Í raun er hann að reyna að nálgast föður sinn sem er látinn, til að reyna að skilja hann og örlög hans og um leið sjálfan sig. Til að kynnast föður sínum skoðar sonurinn vegferð hans. Bókin er skrifuð sem eintal sonar við föður, það er næstum eins og þeir séu á göngu saman.

Faðir hans var einn af þessum sem var  svo "heppinn" að lifa Auschwitz af. Hann var sem unglingur einn af þeim sem var lokaður inni í gettóinu í Lodz og fjölskyldan hans var í síðasta "farminum" til Auschwitz. Hann og bróðir hans lifðu af af því þeir voru  verðmætir sem vinnuafl en það var mjótt á munum. Faðirinn endar síðan í Svíþjóð fyrir röð tilviljana. Svíþjoð er í uppsving og vantar vinnuafl. Hann fær til sín æsku- eða á maður að segja unglingsástina sína sem lifir  Auschwitz einnig af. Þessi bók er ekki um hana, hún er helguð föðurnum, sonurinn reynir að rekja slóð hans frá  Auschwitz , fara í sporin hans ef svo mætti segja. Hann hefur þessa þörf því það er svo margt sem hann ekki veit og ekki skilur. Það hefur ekki verið rætt á heimilinu um  það sem foreldrar hans gengu í gegn- um. Þau reyna að horfa ekki um öxl og einbeita sér að lífinu í nýja landinu. Faðir hans hefur góða vinnu og reyndar móðir hans líka en það er eitthvað sem ekki er eins og það ætti að vera. Loks tekur hans sitt eigið líf.

Þetta er merkileg bók, hún er í senn fræðandi og afhjúpandi. Hún fjallar um það sem fólk er megnugt  að gera öðru fólki. Hún fjallar um líf sem glatast.

Ég hef lesið margar frásagnir um Helförina en þessi var á einhvern hátt sérstök, líklega vegna þess að maður skynjaði allan tímann viðkvæmni ungs drengs sem ekki nær að ljúka samtali við föður sinn. Frásagan um lífið í Lodz var í óþægilega miklu samræmi við sögu sem ég hef áður lesið eftir Steve Sem-Sandberg De fattiga i Lódz en það gerir bókina bara enn betri. Enn á ný birtist hinn umdeildi Mordechai Chaim Rumkowski, hvað gerir fólk þegar það þarf að velja á milli tveggja afarkosta? Frásögnin af því þegar samið var um að framselja börn, gamalmenni og sjúka er hræðileg. Kannski aðallega vegna þess að þetta gerðist í raun.

Það e nokkuð um liðið síðan ég las þessa bók en ég hef átt erfitt með að festa eitthvað  á blað um hana. Líklega vegna þess að hún gekk  nærri mér.  En nú þegar margir minnast kristallnæturinnar, eins konar upphafs Gyðingaofsókna, fannst mér best að láta þetta frá mér. Þetta er bók sem skilur mikið eftir og þá kannski ekki síst það að við þurfum að vera á verði. Það voru nefnilega miklu fleiri þátttakendur í Helförinni en við kærum okkur um að vita og það er margt í nútíma okkar sem við verðum að horfast í augu við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband