Eyru föður míns

Ég hlusta á ríkisútvarpið með eyrum föður míns. Það er nokkuð langt síðan ég gerði mér grein fyrir þessu og það breytist ekki. Reyndar gekk mér betur en mörgum að bjargast og verða sæmilega sjálfstæð fjarri foreldrahúsum en margt flutti ég með mér, ekki efnislegt og annað skildist ég við. Allt nema eyru föður míns þegar ég er að hlusta á Rúv, en þá verða þessi eyru mín og hans sérstaklega næm á hvað sé gott og gegnt mál og slæm íslenska fyllir mig viðbjóði. Ég reyni að rökræða við sjálfa mig en allt kemur fyrir ekki, ég get ekki tekið gilt það sem sagt er á slæmu máli og ég þoli ekki slettur jafnvel þótt þær af neinu tagi.

Um daginn var ég að hlusta á annars ágætan þátt um menningarmál sem ég valdi að hlýða á vegna þess að mér fannst efnið áhugavert og orð í tíma töluð, þátturinn fjallaði um listir í kjölfar niðurskurðar og kreppu. Þátttakendur í umræðu voru allir þekktir úr þjóðlífinu og valinkunnir og ég var þeim efnislega sammála um flest en enginn sem tjáði sig um íslenska menningu hefði hlotið náð fyrir eyrum föður míns, þeir hefðu fallið á íslenskuprófinu. Þau slettu. Mér þótti þetta mjög miður, sérstaklega hrökk ég við þegar hann, sá sem mér fannst tala best og skýrast fyrir málstaðinn og gildi menningar gat ekki einu sinni talað um sjálfa eðlishvötina án þess að sletta.

Ég veit að það eru breyttir tímar og fólk er að mér sagt menntaðra og frjálslyndara en á dögum föður míns (hann var fæddur 1909). En engu að síður finnst mér, að það sé ekki til of mikils mælst, að fólk vandi sig þegar það er að tala í ríkisútvarpið. Mér finnst að ríkisútvarpið eigi beinlínis að gera slíka kröfu og láta einkareknu fjölmiðlunum eftir að tala við þá sem hafna slíku eða eru ekki færir um að tala sómasamlegt mál.

Það væri alla vega hægt að reyna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband