Ég sit föst í ævisögu Stalíns

Dore_Mosesstalin_posterStundum ramba ég inn á söguslóðir sem eru villugjarnar. Í fyrra var það Biblían og nú er það ævisaga Stalíns. Ég er búin með Stalín unga og er vel hálfnuð með  "alvöru"-ævisöguna. Báðar þessar bækur eru eftir sagnfræðinginn Simon Sebag Montefiore. Það er satt best að segja erfitt að segja hræðileg lesning. Fyrst kemur frásagan um blóðsúthellingarnar í byltingunni, síðan kemur "sveltið mikla", loks (þar er ég stödd núna) hreinsanirnar. Það versta er að þetta er eiginlega óskiljanlegt. Hvað gekk honum/þeim til? Hvernig höfðu þeir efni á að missa allt þetta dýrmæta fólk? Erfiðast finnst mér þó að lesa um þegar morðin beinast að nánum vinum og fjölskyldu. Allt í einu fannst mér eins og ég kannast við þetta eins og ég hefði lesið þetta allt áður. Og viti menn? Ég rifjaði upp lesninguna frá því í fyrra 2. Mósesbók, 32.27:

Svo segir Drottinn Ísraels Guð:Hver einn festi sverð á hlið sér, fari síðan fram og aftur frá einu hliði herbúðanna til annars og drepi hver sinn bróður vin og frænda. ...og féllu af fólkinu á þeim degi þrjár þúsundir manna.

Þetta las ég sem sagt í fyrra án þess að það tæki nokkuð á mig en nú sé ég þessa frásögn í öðru ljósi. Stalín er nokkurs konar Móses að færa þjóð sína inn í fyrirheitna landið (útópíu kommúnismans eins og hann útfærir hann) og málstaðurinn er mikilvægari en líf.

Það er óhuggulegt að lesa þessar bækur en en óhuggulegra er að verða að viðurkenna að við erum kannski ekki komin svo mikið lengra. Þegar ég las kaflann um pyndingarnar í Stalín, sem er svo óhuggulegur að það er erfitt að lesa hann, varð mér hugsað til þess að enn í dag eru pyndingar réttlættar með því að þannig megi bjarga mannslífum og enn er viðhöfð sama tækni.  (Í Biblíunni eru þetta kallaðar tyftanir, 3. Mósesbók 26.14.).

Ég hlakka til þegar ég er búin með Stalín, mér líður eins og þegar ég var að fylgja Móses í hans eyðimerkurgöngu. Það versta var að þá tók ekkert betra við en það gat ég ekki vitað meðan ég var að lesa bókina. Fyrirfram veit ég að eyðimerkurganga Stalíns tók líka sinn enda og landið sem hann reykaði um var land sjálfsblekkingar.

Þegar ég hef lokið þessari bók ætla ég að reyna gera betur grein fyrir henni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 188991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband