28.4.2013 | 18:14
Óbærilegur stöðugleiki efnahagslífsins
Ég vissi það um leið og Árni Páll andaði því út úr sér að hann vildi koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar að hann var búinn að tapa. Ég hafði nefnilega skynjað að það er ekki stöðugleiki sem þjóðin þráir því fólk virðist vera meira en sátt við endalausa rússibana efnahagslífsins, þetta er eins og að vera þátttakandi í risahappdrætti. Því meiri hreyfanleiki því meiri spenna og því meiri möguleiki á að fá stóra vinninginn eða að minnsta kosti einhvern álitlegan aukavinning. Það er m. a. annars þess vegna sem meiri hluti þjóðarinnar vill ekki ganga í Efnahagsbandalagið og það væri líka algjör eyðilegging á happdrættinu að taka upp evru.
Kosningaúrslitin komu mér því alls ekki á óvart. Hann hefði ekki átt að segja þetta.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 188994
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.