Þegar öllu er á botninn hvolft

Við í bílskúrsbókaklúbbnum látum ekki kosningabaráttur og mikið framboð af bakkelsi framboðanna trufla okkur í einbeittum lestri. Nú hef ég lokið við að lesa það sem þessi afmarkaði hópur setti sér sér fyrir eftir að við höfðum sett lagt lagt línurnar að því að nú skyldum við lesa eitthvað létt og helst notalegt líka. Bókin sem varð fyrir valinu var Þegar öllu er á botninn hvolft (The Sweetnes at the Bottom of the Pie), eftir Alan Bradley.

Bókin er fyrsta bók höfundar í bókaflokki um Flavíu de Luce. Flavia er 11 ára stelpunörd með efnafræðidellu sem ver tíma sínum ýmist við efnafræðigrúsk eða til að upphugsa níðingslega hrekki til að nota á systur sínar Ófelíu og Dafne. Sögusviðið er gamalt ættarsveitasetur í Englandi upp úr 1950. Ekki langt frá setrinu er eitt þessara dæmigerðu ensku þorpa eins og þeim er lýst í bókum Agötu Christie það sem leyndarmálið liggur grafið og blasir við bara ef það er spurt réttu spurninganna og tengt. Á vissu tímabili lífs míns var ég forfallinn Agötu Christie - lesandi og las allt sem ég komst yfir því ég átti þokkalegt safn af bókum eftir hana og líka þær sem hún skrifaði undir dulnefnum. Þá var mér sagt að það væri önnur ensk kona sem skrifaði miklu betri glæpasögur, Dorothy L. Sayers, og þá bætti ég henni við safnið mitt. Bókin um Flavíu fékk mig til að rifja þetta upp. Þetta reglufasta tilbreytingarlausa líf, öll þessi smáatriði sem huga þarf að og allt þetta fólk sem aldrei virðist þurfa að vinna. Bókin um nördinn Flavíu inniheldur allt þetta en hér bætist eitt við sem ekki er í bókum glæpasögudrottninganna en það eru þessi illgjörnu prakkarastrik og ókurteisu brigslyrði fólksins sem ég kannast við úr unglingabókum og þá oftast ætluðum strákum. Þessi bók er sem sagt nokkurs konar barna- eða unglingabók með glæpasöguívafi.  

En ég las bókina af stakri samviskusemi eins og ég á vanda til og gat ekki gert upp við mig af hverju mér leiddist hún. Jafnframt velti ég því fyrir mér hvort börnum, t.d. barnabörnunum mínum myndi finnast hún skemmtileg og hvort ég hefði kunnað við hana ef ég hefði verið yngri. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið botn í þetta en nú veit ég af hverju mér féll hún ekki.

1, Ég hafði ekki þolinmæði til að setja mig inn í efnafræðiformúlurnar sem skipa veigamikinn sess

2. Ég trúði ekki lýsingunum á umgengnismáta fjölskyldunnar

3. Mér fannst lýsingin á þorpinu og tíðarandanum ekki ganga upp

En það margt jákvætt við þessa bók.

1. Hún er spennandi

2. Málfarið er ríkt, skemmtilegar samlíkingar og smellin tilsvör

3. Og svo er hún pínulítið fræðandi

Ekki veit ég hvort ég á eftir að lesa fleiri bækur um Flavíu og það sem hún er að bralla. Þetta er eina bókin sem búið er að þýða og kannski er hún enn betri á frummálinu. En ég get ekki sagt að hún hafi uppfyllt væntingar mínar um að vera létt og notaleg.

Þegar ég fór að lesa mér til um bókina og höfund hennar kom mér á óvart að hann er alls ekki enskur heldur kanadiskur. Kannski hefði mér fallið bókin betur ef Flavía hefði líkst meira Önnu í Grænuhlíð og þorpið Prince Edward Island?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 188995

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband