23.3.2013 | 01:58
Iðrun:Hanne-Vibeke Holst
Fáni Vendelsýslu
Ég ætla ekki að skrifa langt mál um þessa bók en hún olli mér vonbrigðum. Hún var ágætlega auglýst og mér leist vel á efnið. Höfundurinn kom vel fyrir, auk þess þekkti ég til sjónvarpsmynda sem hún var höfundurinn að. Þetta er ættarsaga þar sem höfundurinn byggir að því sagt er á eigin fjölskyldu. Reyndar eru þetta eru tvær samtvinnaðar sögur, önnur í nútíð en hin í þátíð. Frásögnin hefst á því að segja frá prestfjölskyldu í Vendelsysle í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Hin sagan segir frá stjórnsamri nútímakonu sem stýrir óperuhúsi í Þýskalandi, en sú hin sama á í erfiðleikum með samband sitt við dóttur sína. Og þegar dóttirin kynnir fyrir henni kærastann veit hún enn ekki lengur hvað er upp eða niður á lífinu. Framgangsríka óperustýran er barnabarn gömlu presthjónanna og smátt og smátt fær lesandinn að kynnast því hvernig lygin hefur holað innan líf þeirra allra.
Gæti svo sem verið góð saga en það vantaði eitthvað til þess að ég tryði henni, fólkið lifnaði ekki við, það var einhvern veginn óraunverulegt. Tvíburarnir synir presthjónanna voru eins og Jón Oddur og Jón Bjarni í sögu Guðrúnar Helgadóttur þar sem þeir passa reyndar ágætlega og kannski hefur litla heyrnarlausa Karen verið eins og Selma systir þeirra. Efnið um andspyrnuhreyfinguna var eins og samtíningur héðan og þaðan og allt í einu fór mig að langa að endurlesa bæði Frydenholm og Idealister eftir Hans Scherfig.
Bókin er 495 síður svo ég þurfti að beita mig miklum sjálfsaga til að ljúka henni en þar sem hún er skyldulesning fyrir lestrarklúbbinn og ég samviskusöm hélt ég það út.
Lokaorð: Ég er sem sagt ekki hrifin af þessari bók en kannski verður það til að ég dreg fram minn gamla og góða Scherfig og nýt þess að lesa krassandi bók.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 188997
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.