7.2.2013 | 23:31
Bjartur í Sumarhúsum í götulögreglunni:Reykjavíkurnætur
Mér finnst ég vera farin að lesa bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar meira af samviskusemi en spenningi. Nema að ég lesi þær af hollustu minni við pabba hans sem mér finnst einhver besti stílistinn meðal íslenskara rithöfunda. Nei, ástæðan fyrir því að það hefur dregist að ég lesi hann er fyrst og fremst vegna þess að ég er í augnablikinu leið á glæpasögum almennt. En það á eftir að líða hjá.
Þegar maður dregur svona lengi að lesa bók eftir Arnald Indriðason er maður eiginlega búin að fá að vita efni bókarinnar fyrir fram. Frá vinum og kunningjum og í fjölmiðlum. Ég vissi að bókin væri um Erlend ungan, áður en hann byrjaði sem rannsóknarlögreglumaður, ég vissi að hún fjallaði um óreglufólk á áttunda áratugnum og ég vissi að konan sem hann átti börnin með kom eitthvað við sögu.
Samt kom bókin mér á óvart. Það kom mér á óvart hvað Erlendur var raunverulega gamall ungur maður. Þó hann væri búinn að vera öll sín æskuár í Reykjavík var hann enn sami sveitapilturinn, með hugann fyrir austan eða á heiðum uppi. Honum hafði ekki gengið nógu vel í skóla svo það varð ekkert af því að hann gengi menntaveginn þó hugur hans stæði til mennta. Frásagan um skólagöngu Erlendar minnir mig á viðtal sem ég las einu sinni við Halldór Ásgrímsson nema að Halldór dreif sig til mennta. Það gerði Erlendur ekki enda er honum stöðugt lýst sem algjörlega framtakslausum einfara. Hann getur ekki einu sinni tekið á sig rögg og litið á konur heldur lætur sér nægja að sofa hjá einu konunni sem eltist við hann þótt hvergi komi fram að hann hafi neitt gaman af því. Og þegar hún verður ólétt hummar hann bara. Hann er álíka góður að orða tilfinningar sínar og Bjartur.
En þessi hægláti maður finnur til með utangarðsfólkinu og kann að umgangast það og hann er ekki síður þrjóskur í leit sinni að einhvers konar réttlæti fyrir þetta fólk en Bjartur er þrjóskur við hokrið í heiðinni.
Þetta er sem sagt góð bók og skemmtilegt að lesa hana þótt ég láti brumsháttinn í Erlendi fara í taugarnar á mér. Ég þoli nefnilega ekki svona karlmenn
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 189007
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.