Í heimi fullkomnleikans

Saga Auðar Övu Ólafsdóttur, UNDANTEKNINGIN hefst  á gamlársdag. Hin fullkomna fjölskylda, María og Flóki eru að því komin að skála í kampavíni fyrir nýju ári og tvíburarnir eru komnir í ró. Lífið leikur við þau. Eða virðist svo.  En eiginmaðurinn hefur ákveðið að nota einmitt þessa stund til að segja konunni  sinni frá því að hann sé að flytja að heiman. Hann hefur fundið ástina, hina einu sönnu að því er virðist í bili. Hann ætlar að flytja til samstarfsmanns síns og hefur í raun lengi vitað að hann er samkynhneigður, eina undantekningin frá því er hrifning hans af Maríu sem nú er liðin hjá.

Heimur Maríu hrynur. Hann hrynur ekki allt í einu heldur smátt og smátt og lesandinn fær að fylgjast með örvæntingu hennar þegar hún  smám saman kemst að því að hjónabandið var alls ekki eins og hún hafði ímyndað sér heldur fullt af lygum.

Á kjallaranum býr hin smávaxna Perla sem lifir í sínum  tilbúna heimi. Hún segist vera hjónabandsráðgjafi og er að skrifa bók um það efni og hún er jafnframt að vinna fyrir þekktan glæpasöguhöfund og leggja honum til efni í plott og persónur. Það hefur ekki verið mikil þörf fyrir ráð Perlu og félagsskap hennar á efri hæðinni meðan allt lék í lyndi en nú leitar María huggunar hjá þessari skrýtnu konu.

Mér finnst einkennilegt að lesa texta Auðar Övu, það er eins og myndin sem hún dregur af fólki og atburðum sé svo einföld og tær. Það er hvorki hægt að staðsetja atburði í tíma eða rúmi og það er ekki pláss  fyrir smáatriði en þó virðist allt svo skírt. Hann er líka á sinn hátt óraunverulegur og tilbúinn þótt ég trúi honum alveg. María virðist lifa í ríkum heimi, hún hefur allt til alls. Í venjulegum heimi eru peningaáhyggjur hluti af skilnaðaráhyggjum fólks en þannig er það ekki hjá Maríu. Auk þess dúkkar allt í einu upp vellríkur pabbi hennar sem hún hefur ekki þekkt fram að þessu, enn molnar myndin af heiminum sem hún  hafði tekið sem sjálfsagða  fram að þessu. Fyrir utan þennan litla heim Maríu er hinn stóri heimur sem kemur okkur ekki mikið við, þó hefur María lifibrauð sitt af því að vinna að hjálparstörfum.

Áður en tvíburarnir fæddust höfðu María og Flóki lagt drög að því að ættleiða barn. En þar sem slíkar umsóknir taka oft langan tíma gengur það ekki í gegn fyrr en eftir að fjölskyldufaðirinn flytur að heiman. María stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Er hægt að svíkja barn?

Mér fannst  þessi  bók að vissu leyti ráðgáta, hvað er Auður Ava að fara með þessari frásögn af lífi fólks í þessum ríka heimi einfaldleikans? Kannski kemst dvergurinn Perla næst því að svara þessu þegar hún kemur út úr sínum skáp og segir "Það getur verið svo einmanalegt að deila lífi með fólki sem maður hefur mestmegnis fundið upp sjálfur." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband