Góð bók:Íslendingablokk Péturs Gunnarssonar

Hef lokið við að lesa bók Péturs Gunnarssonar og byrjuð að lesa hana í annað sinn. Þessari bók hæfir nefnilega ekki neinn græðgislestur. Þetta er bók sem þarf að lesa hægt og staldra við. Ég hafði svo lítið heyrt um þessa bók að ég vissi ekki á hverju ég átti  von en treysti Pétri til að koma með eitthvað sem mér fyndist læsilegt.

Þetta er skáldsaga sem gerist á einu ári. Hún er samsett úr mörgum stuttum köflum og það koma fjölmargar persónur við sögu, þær tínast inn í söguna, án frekari kynningar. Það er eins og við fáum að kíkja inn til þeirra eða vera fluga á vegg í lífi þeirra stutta stund. Smám saman áttar maður sig á því að þær tengjast. Framvindan er hæg. Oftast fáum við að fylgjast með karlmönnum komnum yfir miðjan aldur.  Einhvern veginn tekst höfundi að gera þetta fólk allt ljóslifandi. Það gera samtölin og hvað fólkið er að hugsa og svo að sjálfsögðu tengingarnar sem Pétur finnur við heimslitterarúrinn, vísindin og við þennan hversdagslega heim sem við lifum í. Oft urðu þessar tengingar til þess að ég hló upphátt (fyrir þá sem ekki þekka mig: Ég er ekki hláturmild, brosi oftar eða bara hugsa mitt).

Pétur er sem sagt ekki að sækja tengingar og tilvitnanir í neinar ruslbækur. Oftast held ég hann vitni þó í Biblíuna og  Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante. Mikið fannst mér gaman að vera búin að lesa fyrrnefndu bókina, það var eins og koma á sínar heimaslóðir og að sama skapi fannst miður að hafa aldrei lesið Dante (ég ákvað með það sama að bæta ráð mitt og nú liggur Gleðileikurinn Guðdómlegi á náttborðinu).

Það er erfitt að lýsa þessari bók en ég vona þó að ég hafi komið því til skila að mér finnst þetta skemmtileg og gefandi bók. Það eina sem mér finnst að hafi tekist vel er titill bókarinnar sem mér fannst fráhrindandi. Ein persóna sögunnar, Kata, er rithöfundur hún fær  hugmynd að skrifa bók um fólk í blokk og hún er ekkert að veltast við titilinn. Bókin hennar á að heita Skrifblokk. Það er góður titill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð bók - alveg hjartanlega sammála.

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 189009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband