DIE TOTE VON CHARLOTTENBURG: Glępasaga frį millistrķšsįrunum

DER TOTE VON CHARLOTTENBURG er alveg žokkaleg glępasaga frį millistrķšsįrunum ķ Žżskalandi. Žaš er greinilegt aš höfundurinn Susanne Goga hefur sett sig vel inn ķ žennan tķma og stundum veršur žetta nęstum eins og upprifjun į sögunni. Ašalpersónan Kommisar Leo Wechsler er ašlašandi persóna og unnusta hans Clara Bleibtreu hefur greinilega žaš hlutverk aš sveigja sögusvišiš dįlķtiš ķ įttina aš stöšu kvenna žessara tķma. Og aušvitaš lķfgar įstarsagan į milli ekkjumanns meš tvö börn og sjįlfstęšu frįskildu konunnar upp į dramatķkina.

Žetta er sem saga klassķsk leynilögreglusaga, mótun atburša og umhverfis svipar örlķtiš til handbragšs Agöthu Christie og ekki žótti mér žaš verra.

Ég keypti žessa bók ķ sumar ķ Berlķn śt į nafniš žvķ viš hjónin bjuggum vikutķmabil ķ žessu hverfi. Ekki get ég sagt aš ég hafi žekkt mig žar aftur viš lesturinn, aftur į móti komu margir ašrir stašir Berlķnar kunnuglega fyrir.

Ég las mér til į bókarkįpu aš höfundur hefur skrifaš fleiri bękur meš Leo Wechsler į undan žessari. Ég er ekki viss um aš mér hafi fundist nógu mikiš til um žessa bók til aš eltast viš žęr enda spillir alltaf aš lesa framhaldssögur aftur į bak.

Góš og léttlesin bók og ég męli meš henni fyrir žį sem vilja višhalda žżskunni sinni.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frį upphafi: 189009

Annaš

  • Innlit ķ dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir ķ dag: 3
  • IP-tölur ķ dag: 3

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband