11.1.2013 | 23:55
Djúpfrysting: Ein aðferð til að varðveita þjóðararfinn
Í dag fór ég að hlusta á fyrirlestur Ragnheiðar Ólafsdóttur þar sem hún sagði frá rannsókn sinni á varðveislu íslenska tónlistararfsins, þ.e. hinum afmarkaða þætti hans, listinni að kveða. Í upphafi erindisins fór hún nokkrum orðum um hugtakið, þjóðararf, og hvers vegna það er svo nauðsynlegt fyrir þjóð sem er að berjast fyrir sjálfstæði sínu að eiga sér arfleifð. Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð hennar við Australian National University í Canberra 2011. Í rannsókninni skoðar hún hvernig þessi hefð hefur verið varðveitt, annar vegar á silfurplötum Kvæðamannafélagsins Iðunnar og í Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar hins vegar (Íslensk þjóðlög, sem komu út á árunum 1906-9). Kvæðamannfélagið Iðunn var stofnað 1929. Félagarnir voru alþýðufólk sem hafði yfirgefið heimahagana og sá nú brýna þörf fyrir að varðveita þá menningu, þjóðararf sem það þekkti og var því kær. Þetta var öflugur félagsskapur og í dag væri líklega sagt að félagið hafi starfað eftir stífu regluverki (fólk í dag talar stöðugt um regluverk þegar það er bara verið að tala um lög eða reglur). Það voru Húnvetningar sem réðu þarna ríkjum. Félagið lagði áherslu á að safna lögum og vísum í sem upphaflegustu mynd og það var stranglega bannað að þróa þessa hefð, þennan arf áfram. Þannig er titillinn, Djúpfrysting til kominn. Þetta var fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur sem, kveikti margar nýjar hugsanir hjá mér enda er ég kannski ekki svo fróð fyrir um þetta efni. Og svo er Ragnheiður svo glæsileg kona að það er unun að horfa á hana í ræðustól. Ég dáist að því hvernig hún hefur ekki tapað þræðinum á flakki sínu um heiminn.Til hamingju Ragnheiður og til hamingju íslenska þjóð að það skuli enn vera unnið að því að leita að, skoða og þróða þjóðararfinn. Frekar en ég reyni að endursegja efni hans læt ég fylgja hlekk með kynningu Listaháskólans:http://lhi.is/event/felagsleg-og-tonlistarleg-ahrif-kvaedamannafelagsins-idunnar/
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 189011
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.