Tredve dager i Sandefjord: Vigdis Hjort

Vigdis Hjort 

Var að ljúka bókinni Tredve dager i Sandefjord eftur Vigdis Hjort. Ég fékk þessa bók í jólagjöf. Mér fannst það einkennileg tilviljun þar sem ég hafði nýlega óskað eftir því að Bókasafn Norræna hússins að það keypti bókina (viðskiptavinir safnsins mega gjarnan koma með óskir um bókaval).  Ástæðan fyrir þessum áhuga mínum var, að ég sá af tilviljun viðtal við höfundinn í ágætum norskum bókmenntaþætti. Þar var tekið viðtal við Vigdís Hjort, ég hafði aldrei áður heyrt hana nefnda (það hefur reyndar verið þýdd eftir hana ein bók).

Viðtalið snerist um efni nýútkominnar bókar og það var greinilegt að bókin hafði vakið athygli í Noregi. Og kannski engin furða þar sem bókin byggir á eigin reynslu höfundar þegar hún fer í fangelsi. Vigdís hefur skrifað bækur bæði fyrir börn og fullorðna, er þekkt sem dagskrárgerðarmaður hjá NRK og hefur m.a. séð um barnatímana.

Í bókinni segir frá Tordis sem er dæmd til ökuleyfissviptingar í 3 ár, 50 þús. króna sekt (norskar) og í 30 daga fangelsi vegna umferðalagabrots. Í örstuttum inngangi í minnispunktastíl segir frá aðdraganda dómsins síðan tekur við lýsing á fangelsisdvölinni. Hún er skrifuð eftir á og ekki í tímaröð heldur er farið fram og til baka í tíma. Lengst er dvalið við fyrsta daginn sem virðist aldrei ætla að líða. Þetta er lítið kvennafangelsi sem flokkast sem opið fangelsi af því fangarnir hafa sjálfir lykla að herbergjum sínum.

Inntak frásagnarinnar fjallar um lífið í fangelsinu í belg og biðu, rútínurnar, það sem var gert og það sem ekki mátti gera, handavinnuna, saumastofuna (sem var skylda) en mest er þó sagt frá konunum, samföngunum. Konurnar eiga sér allar sína sérstöku sögu og oft grimm örlög en Tordís veit aldrei hvað er satt. Þannig eru fangelsi. Smáatriðum er oft vel líst, þau skipta máli. Það er minna sagt frá og líðan eða viðbrögðum Tordisar sjálfrar við því að vera í fangelsi mitt á meðal þessara kvenna sem tilheyra allt öðrum umgengishóp en hún á að venjast. Annarri stétt. Miðstéttarkonan Tordis hefur engan undirbúning fengið í að vera í fangelsi og lesandanum, mér, kom á óvart hversu viðkvæm hún er og vanbúin að takast á við þessa nýju reynslu. Mér finnst nefnilega samkvæmt allri lýsingu að þetta hafi verið hinn notalegasti staður, minnti mig dálítið á heimavist en af þeim hef ég mikla og góða reynslu. Í þeim heimavistum vorum við stúlkurnar lokaðar inni og höfðum alls engan lykil að eigin herbergjum. En ég hef aldrei verið í fangelsi og ekki  dómbær en grunar að vanlíðan og sterk viðbrögð Þórdísar stafi af einhverju öðru en að vera lokuð inni. Tórdís breytist við innkomuna í hrætt barn, hún veit ekki hvernig hún á að vera, vill þóknast öllum og þorir ekki að vera hún sjálf, reynir að aðlagast.

Reyndar grunar mig, lesandann, að ef til vill liggi einhvers staðar hundur grafinn, þ. e. í  fortíð hennar sjálfrar og eða drykkja en hún fjallar hvergi ýtarlega um það, en það er eins og það svífi svona yfir vötnunum. Hún er búin að lofa sjálfri sér að þegar hún sleppur út skuli hún fara á ærlegt fyllerí og það gerir hún.

Fjórtán síðustu línurnar í bókinni gefa mér þó örlitla von um að vesalings Tórdís, sem ég er farin að hafa mikla samúð með, muni ef til vill og kannski komast á réttan kjöl.

Ég er ekkert hissa á Norðmönnum að hafa hrokkið við með útkomu þessarar bókar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband