31.12.2012 | 18:04
Charlotte: Glæpasaga frá Hollandi
Ég held að þetta sé fyrsta hollenska glæpasagan sem ég hef lesið, man ekki betur og ég las hana á þýsku. Hún heittir Charlotte og er eftir Felix Thijessen. Hún segir frá því þegar Charlotte heimsækir vellríkan hótelkeðjueiganda, Otto Runing og segir honum að hún sé dóttir hans. Charlotte er alin upp hjá móður sinni og sambýliskonu hennar í húsbát. Þegar móðir hennar deyr óvænt segir "hin móðir" hennar henni hver faðirinn er. Auðvitað veit Charlotte, sem er orði 18 ára gömul, að hún hlýtur að eiga sér föður eins og önnur börn en hún hefur ekki gert ráð fyrir að fá að vita hver það er og sættir sig við að hann sé nafnlaus sæðisgjafi. En þegar móðir hennar er dáin og hún fær alveg óvænt að vita hver faðirinn er, langar hana til að kynnast honum. En hvað gengur henni til? Langar hana til að vera hluti af fjölskyldunni eða ásælist hún peningana?
Fjölskylda, konan og tvær dætur taka þessu illa. En Runing sjálfur efast um að þetta sé rétt en fær eiginlega aldrei tækifæri til að bregðast við aðstæðum því hann er myrtur á golfvelli þar sem hann hefur ákveðið hitta menn sem hann ætlar að ræða viðskipti við.
Nú er vesalings Charlotte ekki bara móðurlaus heldur líka föðurlaus, ef hún hefur þá átt einhvern tíma einhvern föður. Það er lögfræðingur fjölskyldunnar sem tekur að sér rannsóknarhlutverkið í þessari sögu og atburðarásin á eftir að vinda upp á sig.
Ég ætla ekki að fara nánar út í það ef einhver lesenda minna á eftir að lesa þessa sögu. Höfundurinn er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur verið verðlaunuð í (fékk Gouden strop fyrir 1999 og Diamanten Kogel 2006 fyrir Finistere Wasser). En þessi bók fær engin verðlaun hjá mér enda ræð ég ekki yfir neinu slíku. Mér finnast persónurnar klisjukenndar, atburðarásin ótrúverðug og persónur sem höfðu verið kynntar til sögunnar gufuðu upp.
En ég lauk samt við að lesa bókina, ég held að það hafi verið mest út af húsbátnum en mér hefur alltaf þótt húsbátalífi ævintýralegt en hef ekki haft tækifæri til að kynnast því af eigin raun.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 189978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.