Lífið gæti ekki verið betra: Das zweites Leben des Herrn Ross

Håkan Nesser

Mikið er Håkan Nesser óskaplega góður rithöfundur. Af því að ég (og maðurinn minn) elskum Svíþjóð fylgjumst við vel með sænskum bókum. Ég veit ekki hvað ég hef lesið margar bækur eftir Håkan Nesser en það er fyrst þegar ég les hann þýsku sem ég fatta hvað hann er raunverulega góður. Ástæðan fyrir þessum viðsnúningi, er að mig langar mikið til að vera almennilega læs á þýsku og vinkona mín og sem hefur verið í tungumálaskiptum við mig (sprachaustausch) kom með tvær bækur til mín og sagði:Þessar bækur  verður þú að lesa, mömmu finnast þær frábærar. Hún útskýrði jafnframt fyrir mér að þýddar bækur veru yfirleitt léttari en bækur sem væru samdar beint á þýsku. Fyrri bókin var hollenskt (ég á eftir að gera henni skil síðar) var eins og maður segir ALLT Í LAGI en þegar ég tók til við að lesa bókina um Herrn Ross heillaðist ég. Ég hafði reyndar lesið hana áður og þá á sænsku (Berättelse om  herr Ross).

Hún fjallar um meinaleysingjann Anton Valdimar Ross sem er svo óáhugaverð persóna að fólk tekur ekki eftir honum, konan hans segir að hann sé eins og mubla og samstarfskona hans segir að hann sé leiðinlegur. En þegar hann vinnur óvænt í happdrætti ákveður hann að reyna að finna sér stað í tilverunni segir upp vinnunni og kaupir sér lítinn sumarbústað án þess að láta fjölskylduna vita.

Hins vegar er sakleysinginn Anna sem hefur þvælst út í eiturlyf en strýkur af meðferðarheimili eftir að  hún er höfð fyrir rangri sök. Það er algjör tilviljun að örlög þessara tveggja eiga eftir að blandast saman og verða að máli sem lögreglan í Kymlinge þarf að takast á við.

Gunnar Barbarotti er minn uppáhalds lögreglumaður. Í þessari bók er hann skilinn við fyrri konuna og nýtekinn saman við þá seinni, ástina sína Marianne. Lögreglumenn Håkans Nessers koma aldrei til sögunnar fyrr en það er vel liðið á bókina. Þannig er það líka í þetta skpti en Barbarotti er fótbrotinn enda nýdottinn ofan af húsþaki þar sem hann var vann að viðgerðum á húsinu þeirra Marianne og  stórrar sameiginlegrar fjölskyldu þeirra.

Þetta er sem sagt frábær lesning. Nesser hefur einstök tök á því að  skapa og viðhalda spennu. Lesandinn fylgir honum í ofvæni allan tímann en hvað mig varðar var það ekki bara út af glæpnum heldur miklu frekar út af því hvernig fólkinu sem ég var búin að kynnast og taka ástfóstri við í bókinni myndi reiða af.

Svona eiga bækur að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 189980

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband