29.12.2012 | 16:59
Opinberun Jóhannesar
Ef Kolbrún Bergþórsdóttir væri beðin um að ritdæma Biblíuna í Kiljunni, myndi hún eflaust segja að hún væri allt of löng og það væri þörf á fá góðan ritsjóra að bókinni, stytta hana mikið og raða efninu betur saman. Og það hefur mörgum dottið í hug og kannski gert, ekki veit ég það. En nú er ég sem sagt endanlega búin með þessa bók og kem aldrei til með að lesa hana aftur í heild sinni. En mér fannst gott, til þess að fá yfirsýn, að hafa þennan hátt á því með því fékk ég góða yfirsýns og nokkra innsýn. Í heildina á ég ekkert erfitt með að skilja Biblíuna, hún er barns síns tíma en hún hefur ekki fært mér skilning á meðborgurunum mínum sem tala um hana eins og helga bók. Ég er engu nær. Líklega er skýringa ekki að leita þar heldur í einhverju sem snertir eðli mannsins og þörf hans til að trúa á eitthvað æðra. En af hverju þá allar þessar ljótu sögur um þennan vonda Guð? Biblíunni lýkur, eins og margir vita, á Opinberun Jóhannesar sem líkist um margt Daníelsbók. Mér koma þessi skrif fyrir sjónir eins og óráðshjal vitfirrts manns sem sér sýnir. Inn á milli eru vissulega nokkur vísdómsorð en bókin í heild "meikar ekki sens" enda er hún miklu líkari draumi. En eins og allir vita virðist margt rökrétt og eðlilegt í draumi sem ekki er það í raunveruleikanum.
Ég hef oft heyrt talað um einmitt þessa bók Biblíunnar en aldrei lesið hana fyrr sjálf. Satt best að segja vakti umtalið ekki áhuga minn, það var gjarnan í einhvers konar samsæriskenninga- heimsendastíl. Ég var svolítið leið yfir að bókinni sem ég var nokkurn veginn búin að taka í sátt skyldi ljúka þannig.
Þegar ég skoðaði í dagbók mína í morgun til að færa inn "afrek" mitt: Lauk við lestur Biblíunnar, sá ég að þar stendur að, laugardagurinn 29. des sé gamlársdagur en það var markmiðið sem ég hafði sett mér. Skyldi þetta boða eitthvað?
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 190365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.