Loksins bók fyrir karlmenn um karlmenn

Ef ég væri ekki í félagsskap stallsystra minna í lestrarfélaginu myndi ég trúlega einangrast í því að lesa Biblíuna og þýskar glæpasögur. Þessi sérviskulegi lestur hefur verið frekar einmanalegur, svo ekki sé meira sagt en þetta hefst af því að setja sér markið. Við konurnar í lestrarfélagi settum okkur fyrir að lesa 3 bækur fyrir 11. desember og nú er ég búin með eina, og ekki af verri endanum.

Ást í meinum eftir Rúnar Helga Vignisson er safn smásaga (15 sögur), reyndar stendur á bókarkápu að hér sé um sögusveig að ræða. Það mun þýða að sögurnar tengist og myndi einhvers konar heild. Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með að lesa smásögur sem er merkilegt því mér finnst smásögur vera merkilegt fyrirbæri. Eg dreg það oft í lengstu lög að lesa þær því mér finnst þær vera áleitnar/ágengnar og er hrædd við að þær skapi hjá mér óþeglegt hugarrót, jafnvel þótt þær séu góðar og kannski einmitt þess vegna.

 En ég renndi mér sem sagt í að lesa Ást í meinum til að gera skyldu mína gagnvart stöllum mínum. Og hún var akkúrat eins og ég hafði búist við, sögurnar voru ágengar, undurfurðulegar og skildu eftir skrýtnar kenndir en þær voru spennandi svo það var erfitt að leggja bókina frá sér.

Sögurnar fjalla flestar um samskipti fólks og væntingar. Það sló mig hversu viðbrögð fólksins í sögunum eru óhuggulega hófstillt þegar kemur í ljós að væntingarnar skila sér ekki út í raunveruleikann. Fólkið í bókinni virðist hvorki vera  vonsvikið eða biturt. Það er eins og það hafi einhvern veginn misst eignleikann til að vona. Það býst svo sem ekki við neinu. Og núna þegar ég er að skrifa þetta finnst mér að það sé einmitt svona sem við bregðumst við sárindum, frekar en með tárum eða gauragangi

Mér fannst þetta vera bók um karlmenn. Reyndar fjallar hún að sjálfsögðu líka um konur en ég man ekki til að ég hafi áður svona vel fjallað um tilfinningalíf karlmanna. Sögurnar gerast í nútímanum og ég hafði á tilfinningunni að það væri verið að tala um fólk sem ég þekki eða myndi gæti rekist á næst þegar ég fer eitthvað út og ég kem til með að horfa í kringum mig og svipast um eftir því.

Ég las sögurnar af svo miklum ákafa og gleymdi að skyggnast eftir því hvernig þær raðast í þennan fræga sagnasveig, var að hugsa um að renna í gegnum þær upp á nýtt en nennti því svo ekki enda á ég eftir að ræða um sögurnar sveiginn við stöllur mínar og þær leiða mig þá vonandi í allan sannleikann.

Þetta er góð bók og hún snart mig. Kannski er hún alls ekki fyrst og fremst um karlmenn. Kannski eru karlmenn ekki eins ólíkir konum og oft er látið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 190338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband