Kvöl og pína í Hörpu síðastliðinn fimmtudag

Það er ekki ónýtt fyrir konu sem er nýbúin að lesa Guðspjöllin að fá að hlusta á sinfóníuhljómsveitina flytja Krist á Olíufjallinu eftir Beethoven. Ég hafði aldrei heyrt þetta verk áður vissi ekki að það væri til svo það kom mér á óvart. Þetta er órartóría með þremur einsöngvurum. Textinn sem er á þýsku segir frá örvæntingu Krists. Hann talar við Guð almáttugan og biður hann að taka þennan kaleik frá sér en bæti svo við þessari mögnuðu setningu:Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt.

Ég sakna dálítið að hafa ekki með frásögnina af því þegar hann kom að lærisveinunum sofandi og þegar Pétur missti kjarkinn og afneitaði honum, ekki bara einu sinni.

En líklega hefði þetta ekki passað inn í þann ramma sem verkinu var settur því það er upphafið, fullt af kvöl og pínu. Mér virtist flytjendur standa sig vel í að koma þessu magnaða og sérstaka verki til skila. En þar sem ég var á 1. bekk hafði ég ekki góða yfirsýn yfir sviðið og þótti það miður. Sérstaklega fannst mér vont að sjá ekki kórinn en á móti kom að ég sá og heyrði einsöngvarana frábærlega. Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fór með hlutverk Krists hefur afar fallega rödd en hann virðist einnig hafa mikla leikhæfileika. Mér fannst merkilegt að sjá þennan uppáklædda mann nánast breytast fyrir augunum á mér í örvæntingarfullan og þjáðan mann sem gerir það upp við sig að hann ætlar að drekka þann bikar í botn sem er að honum réttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég var á sömu tónleikum og þú og fannst þessi flutningur á verkinu sérlega góður, allavega alls engin kvöl og pína þótt verkið hafi fjallað um það. Annars var þetta góð viðbót við það sem ég var annars kominn til að hlusta á, nefnilega Keisarakonsertinn. Ég sat á fyrstu svölum þar sem vel sést yfir alla á sviðinu og frábært að fylgjast með fingrafimi píanóleikarans.

Nú veit ég ekki hvort þú hafir yfirgefið húsið eftir flutning óratóríunnar eins og margir gerðu en eftir þann flutning var boðið upp á magnað tónverk og öllu nútímalegra eftir Oliver Messianen og er innblásið af upprisu Krists. Ég hafði þá fært mig niður í sal enda var meirihluti gestanna farinn og þarna niðri hafði ég ágætan samanburð miðað við að vera uppi á svölum. Jú maður var nær hljómsveitinni og hljómunum en hinsvegar hafði maður mun minni yfirsýn og flestir hljóðfæraleikararnir voru faldir bak við nótnablöðin.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.11.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Bergþóra Gísladóttir

Ég hafði líka fyrst og fremst verið upptekin af því að hlusta á Víking Heiðar spila Keisarakonsertinn og það var gaman. Keisarakonsertinn var á fyrstu plötunni með sígildri músik sem ég keypti en það er langt síðan og því þekkti ég hann vel. Óratórían kom sem viðbót og svo hlustaði ég á Messiean. Þetta var mikið listakvöld

Bergþóra Gísladóttir, 11.11.2012 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 190336

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband