Af Bilíulestri

Nú hef ég fyrir nokkru lokið við Guðspjöllin og er komin áleiðis inn í Postulasöguna. Ég hafði hlakkað talsvert til að ljúka Gamla Testamentinu og komast í það nýja, því þá væri ég kunnugri og það stæði nær mér, sem á það sameiginlegt með öðrum Vesturlandabúum að vera alin upp í kristni. Og vissulega reyndist mér það léttari lesning en ég er ekki viss um að það hafi verið skemmtilegri lestur en GT, sem kom mér stöðugt á óvart.

Það sem mér fannst merkilegast við að lesa Guðspjöllin er að lesa sömu söguna sagða af fjórum sögumönnum. Þeir fyrstu þrír segja söguna nokkuð samróma en sá fjórði Jóhannes segir hana einhvern veginn í annarri tóntegund. Það er óhjákvæmilegt að maður fari ósjáfrátt að bera saman einstakar frásagnir og jafnvel velti fyrir sér hver þeirra sé best. Ég reyni þó að stilla mig um það. Í fyrsta lagi er það tímfrekt og í öðru lagi eru sjáfsagt margir búnir að vinna þá vinnu og ef mig langaði í alvöru samanburð þá myndi ég leita uppi bók um efnið. En það ætla ég ekki að gera, það eru svo margar bækur ólesnar.

En nú er ég sem sagt að lesa söguna um útbreiðslu kristinnar trúar eftir daga Krists, það sem oft er talað um sem frumkristni. Þetta hafa verið merkilegir tímar og minna mig svolítið andrúmsloftið í kringum 68, þegar ungt fólk trúði því að það vari hægt að breyta heiminum og það væri þeirra, okkar. Satt best að segja trúi ég því enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 190336

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband