5.11.2012 | 23:57
Pukehornet - Púkahornið, listin að deyja á réttum stað
Þegar ég hafði ákveðið að lesa bækur Kerstin Ekman í heild sinni og nú í réttri röð, fannst Pukehornið ekki á íslenskum söfnum (samkvæmt Gegni). Nema á þýsku. Mér fannst þetta merkilegt en lagði ekki í þýskuna en nú hefur Norræna húsið bætt úr þessu.
Ég hélt að ég væri að lesa síðustu glæpasögu Ekman en málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Það er vissulega lík í þessari bók og talvert um drykkjuskap og glæpi en það er ekki undir sömu formerkjum og ég er vön úr glæpasögum en þetta tilheyrir umhverfi bókarinnar allt nema líkið.
Sagan gerist í Uppsölum á 6. eða 7. áratug síðustu aldar í hverfinu Púkahornið sem er niðurnítt hverfi sem stendur til að rífa til að rýma fyrir nýjum byggingum. Það búa eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst fátæklingar en þessi saga er um örlög Ögdu Wallin sem á þarna eignir sem hún leigir frá sér. Agda er farin að eldast og hún er svo feit að hún er eiginlega hnöttótt og ef hún dettur þá getur hún ekki staðið upp.
Fyrri hluti sögunnar er sagður út frá sjónarhorni leigjandans Pär, sem býr hjá henni og aðstoðar hana, hann hafði ekki getað borgað leiguna. Síðari hlutinn er sagður af rithöfundi, konu sem leigir íbúðina á hæðinni fyrir ofan Ögdu. Pär er kynlegur kvistur og eiginlega ófær um að búa einhvers staðar annars staðar en í þessu hverfi en rithöfundurinn er menntakona sem á eiginlega ekki þar heima.
"Glæpurinn" verður til strax í upphafi sögunnar, Agda Walin dettur og getur ekki risið upp. Líklega hefur hún einfaldlega fengið heilablóðfall, svo það er ekki bara þyngdin sem hamlar henni. En Pär leynir dauða hennar og lætur eins og hún sé rúmliggjandi. Um þennan þykjustuleik snýst sagan og tvísýnin um hvort það takist og hvernig þetta muni eiginlega enda heldur spennunni í sögunni út í gegn.
Mér fannst þessi bók ekki síst áhugaverð vegna þess að á áttunda áratug síðustu aldar bjó ég í Uppsölum og sögusvið Púkahornsins (Petterslund) liggur ekki fjarri mínum gömlu heimaslóðum, Kvarngärdet. Það var reyndar þá ekki til lengur en ég sé það fyrir mér.
Mér fannst gaman að lesa þessa bók þótt ég væri eiginlega svikin um glæpinn. Ég fékk sögu af fátæklingum og fylliríjum í staðinn, allt er mjög samfærandi. Kerstin Ekman er snillingur í að láta mann halda að allt hafi verið nákvæmlega eins og hún segir, þ.e. í raunveruleikanum.
Reyndar tókst henni að koma mér að óvart alveg undir lokin
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 190333
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.