29.10.2012 | 00:10
Þórhildur Þorleifsdóttir er uppáhalds leikstjórinn minn
Mikið afskaplega er gaman að fara í leikhús þegar vel tekst til. Í gær fór ég í Þjóðleikhúsið og vissi ekki á hverju ég átti von, er með fasta miða og það var ákveðið fyrir mig hvaða sýningar eru valdar. Ég vissi þó að ég var að fara á gamanleikrit. Ég var dálítið uggandi af því ég hlæ ekki að hverju sem er. En þegar ég vissi að Þórhildur Þórleifsdóttir myndi sjá um leikstjórnina var ég alveg róleg, ég er búin að sjá margar leiksýningar sem hún hefur stýrt og hún hefur aldrei brugðist mér.
Leikritið TVEGGJA ÞJÓNN á sér nokkra sögu. Það var fyrst flutt 1746 á Ítalíu og flokkast undir það sem kallast Commedia dell´arte en það hefur verið umskrifað mörgum sinnum síðan. Söguþráðurinn er glundroði, misskilningur á misskilning ofan og yfirgengilegir og oft klúrir aulabrandarar. Þetta hljómar kannski ekki sem spennandi og alls ekki fyrir mig en ég hló allan tímann.
Við eigum svo flinka og skemmtilega leikara og þeir fóru á kostum. Leiksviðið var afar hugvitsamlegt og auðvelduðu listafólkinu að skapa óborganlegt kaos. Síðast en ekki sístir voru tónlistarmennirnir, þeir fóru á kostum og það var STUÐ í salnum. Mér fannst alveg sérstaklega gaman að sjá KK í sínu hlutverki, með hárkollu og uppáklæddur í fölbleikum jakka. Hann minnti mig á hinn óviðjafnanlega Tage Danielsson sem ég hafði sérstakt dálæti á og mér hlýnaði um hjartaræturnar.
Það er ekkert hægt að gera nema hrósa og dást að þessu leikhúsverki en mín alvarlega innri kona spyr uppáþrengjandi, "og hvaða lærdóm dregur þú svo af þessu verki". Og ég svara henni, "það gefur mér en eitt nýtt sjónarhorn til að skoða lífið".
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 189889
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.