26.10.2012 | 16:50
Spennusaga um röraframleiðslu í GAMLA SOVÉT
EKKI AF EINU SAMAN BRAUÐI, spennusaga um röraframleiðslu í gamla SOVÉT. Hún er eftir Vladimir Dudintsev og kom út hjá Almennabókafélaginu 1958 sem bók mánaðarins. Bókin er þýdd af Indriða G. Þorsteinssyni.
Þetta er fyrsta bókin sem ég hef lesið á ævi minni um röragerð. Ef ég hefði vitað efni bókarinnar fyrirfram hefði líklega komið hik á mig, því hvernig er hægt að ímynda sér að bók um framleiðslu röra geti verið skemmtileg og spennandi. Sagan gerist í Sovétríkjunum og fjallar um hugvitsmanninn Lobatkín sem hefur fundið nýja aðferð við að steypa rör og þarf hann að heyja langa og erfiða baráttu við að koma uppfinningunni í gegnum kerfið. Spillingin og skriffinnskan er eins og þykkur veggur og ekki bætir úr skák að hann er ekki með réttu menntunina. En hann trúir á hugmynd sína (hún byggir á því að nýta miðflóttaaflið) og fer með sigur.
Ekki spillir að sagan er um leið ástarsaga. Hugvitsmaðurinn ber heitar tilfinningar til tveggja kvenna, æskuástar sinnar sem óþolinmóð að bíða eftir því að hann sé tilbúinn (ekki að hugsa einungis um rör) og hinnar trygglyndu Nödju sem stendur eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu. Bókin lýsir í raun ástarferhyrningi:karlmaður, tvær konur og rörsteypuvél.
Þetta er fróðleg bók og hún segir líka pólitíska sögu. Það er líklega ástæðan fyrir því að AB gaf hana út á sínum tíma. Mér fannst hún strembin á köflum, aðallega flæktist rússneska nafnahefðin fyrir mér en maður þarf að kunna a.m.k. þrjú nöfn á hverri persónu til að koma henni fyrir sig þegar maður les og svo kann ég náttúrlega ekki að bera nöfnin fram (í huganum) og þess vegna sitja þau verr í mér.
Bókin sem er 300 síður er sögð stytt í þýðingu og ég velti fyrir mér hvað hefði verið klippt burt, úr ástarsögunni eða um rörin. Ég myndi kannski skilja betur hvað hann sá í konunni sem var æskuástin hans og hvernig miðflóttaafl nýtist við að steypa rör.
Ég hafði gaman af að lesa þessa bók, hún rifjaði upp fyrir mér ýmislegt um þessa tíma og svo hugsa ég allt öðru vísi um rör sem eru svo ómissandi fyrir okkur þótt við leiðum sjaldan hugann að framleiðslu þeirra.
Höfundurinn átti erfitt uppdráttar ekki síður en hugvitsmaðumurinn í bókinni enda er byggist saga hans á raunverulegum atburðum í stáliðnaði. http://en.wikipedia.org/wiki/Vladimir_Dudintsev
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.