8.10.2012 | 15:11
Spámenn í eigin landi; Profeterne i Evighedsfjorden
Síđasta bók danska rithöfundarins Kim Leine heitir PROFETERNA VID EVIGHEDSFJORDEN (Gyldendal 2012). Bókin hefur fengiđ mikiđ lof í Danmörku og kom samtímis út í 10 löndum (samkvćmt bókarkápu). Ţetta er söguleg skáldsaga frá átjándu öld og fjallar um samskipti Dana og Grćnlendinga. Ađalpersóna sögunnar er Norđmađur sem kemur til náms í Kaupmannahöfn, hann langar ađ lćra lćknisfrćđi en pabbinn vill ađ hann lćri til prests og ţađ gerir hann. Hann sćkir síđan um ađ verđa prestur/trúbođi á Grćnlandi ţar sem hann dvelst í 7 afdrifarík ár. Sagan fjallar fyrst og fremst um ţessi ár, um viđbrögđ ţessa unga manns viđ ađstćđunum sem hann fer inn í og um fólkiđ sem hann kynnist, Dani og villimennina eins og ţeir eru kallađir í bókinni. Ađ ţessum 7 árum hefur hann brotiđ allar brýr ađ baki sér á Grćnlandi og er tilneyddur ađ hugsa sinn gang. Hann kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ hann fái hvergi notiđ sín nema á Grćnlandi og tekst ađ verđa sér aftur út um stöđu ţar, ţví bruninn í Kaupmannahöfn hefur ţurrkađ út syndir hans, ţ.e. ţau gögn sem til eru um feril hans.
Bókin er um margt lýsandi fyrir hugsunarhátt ţess tíma, ţó finnst mér höfundur stundum full bjarsýnn um hversu Morten Pedersen Falk sé upplýstur og vel ađ sér.
Kim Leine er hreinn snillingur í ađ draga upp mynd af atburđum og ađstćđum. En stundum finnst mér ađ hann kunni sér ekki hóf. Langar og nákvćmar lýsingar á meltingu matarins, líđan einstaklingsins og hćgđum reyna ađ minnsta kosti talsvert á umbyrđarlyndi mitt um hvađ eigi erindi inn í frásögn. Útúrdúrinn um hvalveiđar ţess tíma var líka fullnákvćmur fyrir minn smekk ţótt í ljós kćmi ađ hann tengdist vissulega örlögum einnar persónu sögunnar. Ég var líka orđin óţolinmóđ međan ég var ađ lesa mig í gegn um kaflann um brunann í Kaupmannahöfn sem er reyndar frábćrlega dregin frásögn af kaótiskri atburđarás. En kannski segir ţetta meira um mig sem lesanda en um hvernig höfundi hefur tekist viđ ađ segja ţessa sögu. Sagan rígheldur manni allan tímann og mér leiđ oft heldur ónotalega. Er ţađ ekki ţannig sem góđar bćrkur eiga ađ vera. Ég lét ađalpersónuna fara í taugarnar á mér, rétt eins og hann vćri fjölskyldumeđlimur eđa í vinahópnum, fannst hann vera tvístígandi í afstöđu sinni og oft kolruglađur. Mér fannst hann líkjast alltof mikiđ ađalpersónunni í KALAK, Kim en ţá bók byggir höfundur á eigin persónu. En ţađ er engin vafi á hvar samúđ höfundar liggur, hún er hjá hinum innfćddu. Frásagan um spámannninn Maríu Magdalenu og Habakuk mann hennar er hátindur ţessarar sögu en ţar segir af merkilegri tilraun heimamanna til ađ komast undan kúgun Dana og stofna frjálst samfélag á eigin forsendum.
Mér varđ oft hugsađ til annarrar góđrar bókar sem er líka byggđ á sögulegum forsendum, Snorra á Húsafelli eftir Ţórunni Valdimarsdóttur, sem er frábćr bók og fjallar um nokkurn veginn sama tímabil. Ţađ gerir Íslandsklukkan reyndar líka svo okkur skortir ekki góđar frásagnir af 18. öldinni. Rökkurbýsnir Sjóns fjallar um enn eldri tíma.
Ég mćli međ ţessari bók ţótt hún sé bćđi löng og ströng. Kort af Grćnlandi og af Kaupmannahöfn ţess tíma auđvelda lesanda ađ nýta sér ţessa sögulegu frásögna. Ég vona ađ viđ eigum eftir ađ eignast hana í íslenskri ţýđingu.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 189887
Annađ
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.