2.10.2012 | 17:17
Ert þú að fara að hlaupa gamla mín?
Ég byrjaði aftur að skokka í sumar. Ég veit ekki hvernig sú ákvörðun varð til í kollinum á mér en allt í einu var hún þar fullsköpuð. Ég hafði lengi verið slæm í annarri mjöðminni og fór til sjúkraþjálfara til að reyna að ná þessu úr mér og það gerði hann svona nokkurn veginn. Hann sagði að öll hreyfing væri góð og ég skyldi gera það sem mér þætti skemmtilegt. Og þá vissi ég það.
Ert þú að fara að hlaupa gamla mín, sagði ungur maður við mig í næstfyrsta skokkinu mínu. Þessi þrekvaxni drengur gekk í miðjum hópi félaga sem studdu hann allir með því að hlæja pínulítð. Mér fannst þetta ekki skemmtilegt en ákvað að láta það ekki á mig fá. Síðan hefur mér mikið farið fram og er búin að fjárfesta í þægilegum fötum. Hlaupaáætlunin er einföld. Hleyp annan hvern dag eins lengi og mér finnst henta þann daginn. Oftast hleyp ég 6-7 kílómetra. Fyrstu 10 mínúturnar eru alltaf erfiðastar en þegar ég er búin með 15 mín finnst mér ég geta hlaupið endalaust. Ég veit þó að það er blekking.
Það hefur ýmislegt truflað þessa áætlun, svo sem slæmt kvef og utanlandsferð, við því er ekkert að gera. Þegar ég ákvað að byrja aftur að skokka setti ég mér það mark að prófa 20 sinnum á sjá svo til. Ég var farin að sjá árangur strax eftir fimm skipti.
Það er alveg einstök ánægja að hlaupa í góðu veðri í litadýrð haustsins. Ef til vill þarf ég að fara að setja mér ný markmið, lengja vegalengdina eða auka hraðann. En eitt er þó á hreinu, veika mjöðmin er betri en hún var í upphafi ef eitthvað er.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 189876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.