21.9.2012 | 00:29
Springkällan - Fátækt fólk og ríkt - Svíþjóð í upphafi 20. aldar
í Springkällan (Uppsprettan) heldur Kerstin Ekman áfram sögu sinni um fátækt fólk og ríkt sem vann að því að byggja upp þá Svíþjóð sem við nú þekkjum. Sagan er framhald af Häxringerne og gerist í litlum bæ í Sörmland í upphafi 20. aldar. Staðurinn vex og dafnar eftir að hann verður viðkomustaður járnbrautarinnar. Í forgrunni sögunnar eru þrjár konur, Tora, Frida og Ingrid og fólkið í kring um þær. Tora sem elst upp í mikilli fátækt er nú að reyna að vinna sig út úr eymdinni og auðmýkingunni sem eru fylgifiskar fátæktar og koma sér upp sjálfstæðum atvinnurekstri. Þvottakonan Frida er verst sett af þessum konum, hún neyðist til að gefa frá sér barnið sitt, Ingrid til að tryggja að hún lifi af þegar hugnrið sverfur að en Ingrid finnur sig aldrei hjá nýju foreldrunum. Í bókinnni bregður líka fyrir kvenréttindakonunni Magnhild Lundberg sem berst fyrir kosningarétti kvenna.
Kerstin Ekman er snillingur í að draga upp nákvæmar og lýsandi myndir af aðstæðum. Ósjálfrátt fer maður að trúa því sem hún segir og finnst að sagan hljóti að vera sönn, svona hefur þetta verið. Þetta er kvennasaga og mér finnst miður að hún skuli ekki vera til í íslenskri þýðinugu því ég sé að konurnar og fólkið í sögunni á margt sameiginlegt með íslenskum konum og fólkinu þeirra. Mér verður einna helst hugsað til sögupersóna Halldórs Laxnes og þá sérstaklega til Sölku Völku og Sumarhúsafólksins.
Næsta bók heitir Änglahuset og bíður mín í bókahillunni. Ég hlakka til að lesa hana, ég hef að vísu lesið allar þessar bækur áður en það er orðið nógu langt síðan svo ég get lesið þær upp á nýtt.
Það er merkilegt að lesa um þessa tíma. Það er eitthvað svo stutt síðan lífið var allt öðru vísi en við þekkjum það nú til dags. Þorbjörg R. Pálsdóttir (f. 1885) sagði frá því þegar ég var barn, að mamma sín hefði átt það til að segja við barnabörnin sín, að hún vonaði bara að þau ætti eftir að lifa hungursneyð. Með þessu vildi hún kenna þeim að gera ekki of miklar kröfur og fara vel með mat. Mér verður aftur á móti bæði hugsað til Þorbjargar og Ragnhildar móður hennar þegar ég les endalausar greinar um sérviskulegt mataræði samtímafólks míns. Og enn býr allt of margt fólk við sult og trúlega enn verri aðstæður heldur en fátæka fólkið sem Kersin Ekman er að lýsa.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 189859
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.