Guð er bæði hefnigjarn og upptekinn af stöðu sinni sem Guð almáttugur

Ég er þar stödd í Biblíulestri mínum að ég hef verið að lesa Esekíel. Fyrstu viðbrögð mín voru, að Esekíel hefði einfaldlega verið brjálaður. Hann sá sýnir hann og lýsir þeim. Þær eru svo flóknar að ég skil þær ekki. Seinna er það Guð sjálfur sem talar í gegnum hann. Fyrst hellir hann sér yfir Jerúsalem. Hann líkir henni við hóru sem hórast út um allt með hinum og þessum. Hún hefur svikið hann og hann útmálar hvernig hann ætlar að ná sér niður á henni.

Í dag las ég kaflann um hvernig Guð ætlar að ná sér niður á þjóðunum til að hefna sín á þeim af því þær hafa svikið Ísrael. Það er reyndar  lítil lógikk í þessu því Guð er nýbúinn að tala um hvernig hún h hórasðist og varla hafa þær áttu þær að styðja hana í því.

Nú segja líklega einhverjir, að þetta sé allt táknrænt og það eigi ekki að taka þetta svona bókstaflega. En þetta er engu að síður ljótt og viðbjóðslegt og lýsir mannvonsku. Af hverju hefur nokkur þjóð skapað sér svona vondan Guð? Það er þó enn einkennilegra að við skulum enn líta á bókina um hann sem helga bók.

Guð er stöðugt reiður. Það er öðrum að kenna að hann er reiður, þeir hafa gert hann reiðan og þess vegna verður hann að hegna þeim. Þetta er eins og lýsing á ofbeldismanni í nútímanum, þeir kenna alltaf fórnarlambinu um.

Þið sem lesið þetta skulið ekki reyna að segja að ég skilji ekki Biblíuna, því ég skil hana vel. Hérna talar kona sem sagði sig úr Þjóðkirkjunni um leið og hún fattaði að það væri hægt. Hún er sveitungi Helga Hóseassonar og var fermd af bróður þess ágæta manns. Því segi ég; ég hef talað; eins og Guð segir hjá Esekíel.  

Líklega verðið þið að lesa Biblíuna til að skilja þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú guðlastar kona góð og réttast væri bara að grýta þig!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2012 kl. 23:09

2 identicon

Biblían er svo mögnuð bók einmitt fyrir það að í henni má finna allar mannlegar gjörðir, mögulegar og ómögulegar, og hvernig mannskepnan hefur litið guðdóminn gegnum tíðina. Eru það ekki einmitt sterk frumviðbrögð mannsins að kenna öðrum um ef eitthvað fer aflaga, leita skýringa á óláni í hefnd guðanna og hóta öðrum refsingu þeirra? Biblían er bók manna en ekki guða.

Uppáhalds ævintýrið mitt úr Biblíunni er syndaflóðið. Mjög hugmyndarík og falleg skýring á því dularfulla fyrirbæri sem regnboginn er. Ég sé fyrir mér andlit manna, kvenna og barna við langeldinn að kvöldi þegar sögumaður hefur upp raust sína til að létta fólkinu sínu tilveruna og stytta því stundir.

Auður Styrkársdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:35

3 identicon

Góði guð, ég kem til þín í Jesú nafni. Ég játa með munni mínum að Jesús er Drottinn. Ég trúi í hjarta mínu að Guð hafi uppvakið Jesú frá dauðum og hann lifir í dag. Taktu við mér Faðir í dag. Í Jesú nafni. Amen.

Farðu með þessa bæn frú mín góð og þú munt hólpinn vera. Jesús Drottinn er kærleiksgóður Guð.

Jóhannesguðspjallið er síðan frábær lesning.

Megi Drottinn Jesú blessa þig og þitt fólk.

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 02:33

4 identicon

Ég vona að enginn hafi skilið skrif mín svo að mér finnist Biblían vond bók, ég væri ekki að eyða í hana öllum þessum tíma ef svo væri. Mér finnst þetta frekar spurning um haða ályktanir maður dregur af lestrinum. Auður, ég er sammála þér um að hún tjáir vel ýmsar tilfinningar og hvatir mannsins. En Guð bibíunnar er vondur og hann má gagnrýna

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband