Häxringarna - Nornahringirnir: sænskt meistaraverk

220px-Kerstin_Ekman_2011  Nornahringirnir 

Sagan um konurnar þrjá Söru Sabinu, Edlu og Toru er ekki bara saga um þær, hún er líka saga um þorp sem er að verða til. Hún er saga heils byggðarlags í lok 19. aldar og upphaf þeirrar 20. Þorpið verður til vegna þess að þarna er stoppistaður fyrir járnbrautina sem er verið að leggja um Svíþjóð. Þessi saga er sögð með því að leyfa okkur að fylgjast með nokkrum persónum, bæði þeim ríku og voldugu og fátæklingunum. Konurnar þrjár Sara Sabina, Edla og Tora eru fátæklingar.

Sara Sabina Lans vinnur erfiðisvinnu og skítverk fyrir aðra. Hún er gift hermanni sem hefur fengið Torp frá krúnunni. Það var gömul hefð fyrir þvi í Svíþjóð að hermenn fengu úthlutað lítilli landspildu og húsi þegar þeir voru ekki að stríða. Stundum höfðu þeir einhverjar skyldur líka. En landspildan var lítil og húsið sömuleiðis (ég veit annars staðar frá að þau voru 32 fermetrar) og landið sem Lans fékk var rýrt. Börnin voru send að heiman um leið og þau gátu unnið fyrir sér ef þau voru ekki dáin áður. Edla fékk vinnu á greiðasölunni, barnum. Henni var þrælað út og það sem verra  var, hún var misnotuð. Hún eignaðist barn enn ekki fermd. Hún dó sjálf við að fæða barnið en móðir hennar Sabina tók að sér barnið Toru.

Þótt það séu þessar þrjár konur sem beri uppi söguna koma margar aðrar persónur við  sögu. Lindh stórkaupmaður og hótelstýran og eigandinn fröken Winlöf eiga í löngu og sérstæðu ástarsambandi. Öllum persónum og aðstæðum er svo vel lýst að mér finnst eins og ég hafi verið á staðnum. Stéttaskiptingin er mikil og óyfirstíganleg en það er fólk bæði í Svíþjóð sem vilja breyta þessu. Sumir bæjarbúar hlusta á þessar raddir, sumir trúa að Branting og sósíaldemókartar komi með lausnina öðrum finnst hann ganga allt of stutt og halla sér að kommúnistum. En allt gengur ósköp hægt og sumir kjósa að fara til Ammeríku.

Sagan segir að þegar Kerstin Ekman skrifaði þessa bók þá hafi útgefandinn ekki verið sérlega bjarsýnn á að fólk vildi lesa sögu og um löngu dauða fátæklinga en sagan sló í gegn  og Kerstin gerði síðan tvær sögur í viðbót um þetta sama fólk, verkið í heild sinni hefur verið kallað Kvinnorna och staden.

Aftan á eintakinu sem ég er með skrifar Olof Lagercrantz að bókin sé "listaverk...skemmtilega hröð, spennandi, fyndin og léttlesin" (mín þýðing). Ég get fallist á allt þetta nema það síðasta. Ég var bæði með orðabók mér við hlið og DEN NORDISKA FLORAN  en seinni  bókin er nær ómissandi þegar maður les bækur Kerstin Ekman því bækur hennar eru fullar af gróðri. Reyndar las ég þessa bók fyrir meira en 30 árum rétt eins hvern annan reifara. Mér finnst hún enn skemmtilegri nú.  

Meðan ég las velti ég fyrir mér samanburði við Ísland þessa tíma og varð þá hugsað til Þorleifs Bjarnasonar: Hvað sagði tröllið og Tröllið sagði sem eru íslenskt meistaraverk sem allt of lítll gaumur hefur verið gefinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband