Kerstin Ekman ekki af baki dottin

   Se blomman

Kerstin Ekman (f. 1931) var 3. konan sem auðnaðist að vera valin til að sitja í Sænsku Akademíunni. Á undan henni höfðu setið Selma Lagerlöf og Elin Wägner. Kerstin tók við stól Harry Martinssons (nr 15). Hún hefur reyndar ekki setið þar síðan 1989 vegna þess að hún og nokkrir samherjar hennar vildu að akademían ýtti á ríkistjórn Svíþóðar um að mótmæla dauðadóm Írana yfir Salman Rushdie en urðu í minni hluta. Það er reyndar ekki hægt að segja sig úr þessum félagsskap svo stóllinn stendur ónotaður.

Ég vissi svo sannarlega ekki á hverju ég átti von þegar ég rakst á nýja bók eftir Kerstin Ekman í Norræna húsinu. Kerstin er óútreiknanleg, hún er ekkert unglamb lengur og hvað skyldi nú liggja henni á hjarta?

Kerstin Ekman hóf rithöfundaferil sinn sem glæpasöguhöfundur, hún hefur skrifað skáldögur, sögulegar skáldsögur og nú síðast hefur hún einbeitt sér að náttúruvernd bæði sem "aktivisti" og með skrifum sínum. Nafnið GRAND FINAL: Í SKOJARBRANSCHEN: ROMAN segir manni ekki mikið.

Það tók mig nokkra stund að átta mig á byggingu sögunnar. Þekktur rithöfunndur, Lillemor Troj, er kölluð til forlagsins síns til að ræða við hana um handrit sem sent hefur verið inn undir áður óþekktu nafni í bókmenntabransanum. Útgefandinn þykist þekkja handbragðið og kallar Lillemor til sín. Hún hefur ekki sent inn neitt handrit en er fljót að átta sig á frá hverjum þetta handrit er. Hún hefur nefnilega aldrei skrifað neina bók heldur verið andlit og nafn fyrir aðra konu Barbro Andersson. Hún ákveður að halda andlitinu og fá að lesa handritið með það fyrir augum að gera á því smávægilegar breytingar.

Við lesturinn kemst hún að því að hér er um að ræða ævisögu hennar sjálfrar. Þetta er fyrsta bók sem hin óþekkta Barbro Andersson hefur skrifað í eigin nafni. Bókin GRAND FINAL I SKOJARBRANSCHEN fjallar síðan um innihald handritsins og viðbrögð Lillemor Troj við því sem þar stendur. Satt best að segja kemur þessi frásögn samstarfskonunnar illa við hana. Sumt vegna þess að það er ekki rétt að hennar mati og enn annað vegna þess að það er alltof satt.

Mér fannst þessi efnistök Kerstin Ekman merkileg en enn merkilegri fundust mér þau þó eftir að ég áttaði mig á þvi að hún er að segja sína eigin ævisögu. Ekki bara sína sögu heldur sögu sinnar samtíðar og ekki síst bókmenntaelítunnar í Svíþjóð. Hún kemur víða við og er stundum óþægilega nöpur í frásögn sinni.

Mér fannst gaman að lesa þessa bók en ég geri ráð fyrir að hún sé enn skemmtilegri fyrir Svía. Eða að minnsta kosti þá Svía sem finnst ekki á sig hallað. Það sem heillaði mig þó mest voru ýmsar vangaveltur sem Kerstin smeygði inn í frásögnina. Þessar vangaveltur eru úr ýmsum áttum, t.d um það hvernig minnið vinnur, um gömul og ný gildi um aldurinn og um líf og dauða.

Ég veit alveg hvaða bók ég ætla að verða mér út um næst, þ.e. SE BLOMMAN eftir Kerstin Ekman sem hún skrifaði með Gunnar Eriksson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband