Sauðkindurnar gráðugu og höndin ósýnilega

036    orlagaborgin

Vegna fjölskyldutengsla hafði ég frétt af því að Einar Már Jónsson sagnfæðingur (í París) væri að skrifa bók um HRUNIÐ. Ég var hóflega spennt, mér fannst nóg komið af skrifum um það leiða mál og átti ekki von á einhverju nýju eða merkilegu frá manni sem býr ekki einu sinni á Íslandi.

Og svo kom bókin. Í múrsteinsbroti, 501 síða með ítarlegum skýringum og heimildaumfjölllun fyrir hvern kafla. Ekki jók það áhuga minn þegar Einar tjáði mér að þetta væri einungis fyrri hlutinn. Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þetta í einni bók sagði hann. Ég hóf samt lesturinn, meira af skyldurækni en af sönnum áhuga.

Bókin heitir ÖRLAGABORGIN, Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar, Fyrri hluti. Ég hafði ekki lesið lengi þegar ég var orðin verulega forvitin og eftir því sem á leið lesturinn varð ég spenntari og spenntari. Hvar endar þetta? Hvernig ætlar maðurinn eiginlega að ljúka þessu? Og svo tók hrein ánægja við.

Bókin er nefnilega margt í senn. Hún er sagnfræði, höfundurinn er jú sagnfæðingur, hún er heimspeki- og hugmyndasaga og hún er viðskipta- og hagfræði. Þetta er bara upptalning og hún gæti verið miklu lengri um það sem höfundur Örlagaborgarinnar nýtir sér í því að búa til einstaka sögu um aðdragand HRUNSINS. En það sem gerir bókina skemmtilega og læsilega er framsetningin, hvernig hann sviðsetur hlutina. Það er sem maður sé staddur á vettvangi. Og vettvangurinn er engan veginn einfaldur, því hann felur ekki bara í sér aðstæður hverju sinni og það sem gerðist heldur einnig það sem gæti mögulega hafa gerst ef eitthvað hefði verið bara pínulítið á annan veg. Bókin er fræðandi, fyndin og oft illkvittin. Ég mátti hafa mig alla við til að geta fylgt þankaganginum og stundum varð ég að lesa upp á nýtt. Það var líka mikil hjálp í kaflanum þar sem höfundur fjallaði um heimildir sínar og kafla sem hann kallar Dramatis personae.

Það er sem sagt komið víða við en lengst af fær lesandi að dveljast með fátæklingum átjándualdar í Englandi. Reyndar gerir höfundur líka góða grein fyrir menntamönnum þess tíma einkum skrifum þeirra um fjármál og hagfræði. En það er einmitt á Englandi sem gráðugu sauðkindurnar átu upp landið í kjölfar á breytingum á eignarhaldi, þ.e. eftir að landið var tekið frá alþýðunni og afhent auðmönnum.

Þessi bók er sem sagt mikill skemmtilestur og hún sleppir manni ekki andartak, það er ekki hægt að skauta í gegnum hana. Satt að segja hafði ég enn meira gaman af henni þar sem ég er nýbúin að lesa um 19. aldar fólkið, Jón Sigurðsson (bók Guðjóns Friðrikssonar) og Ingibjörgu Einarsdóttur (bók Margrétar Gunnarsdóttur). Af og til varð mér hugsað til Jóns, hvar hefði hann nú staðið í þessu máli?

Þetta var sem sagt allt önnur bók en ég reiknaði með og ég bíð spennt eftir framhaldinu. Hlaupið út í búð eða bókasafn og tryggið ykkur eintak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er rétt hjá þér Bergþóra að hér tekst Einari einstaklega vel upp - bara að síðara bindið verði ekki síðra.

Trausti Jónsson, 13.7.2012 kl. 01:48

2 identicon

Þetta er skemmtileg bók. Sérstaklega var ég hrifin af því hvernig hann gat fléttað saman ólíkum þáttum sögunnar. Sagan um títuprjónana er gott dæmi

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 189004

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband