Job, fyrsti feministinn ...

Á hverjum degi les ég minnst fjórar bls. í Biblíunni, þannig get ég lokið lestrinum á einu ári. Nú stóð lesturinn þannig af sér að ég lauk við Jobsbók. En hún er ein af mögum áhugaverðum frásögnum Biblíunnar, bæði dramatísk, spennandi og hrífur lesandann með sér.

Job er guðrækinn heiðvirður bóndi og allt gengur honum í haginn. En eins og fyrir tilviljun þá spanar Satan Guð upp í að leika sér að honum og hafa hann fyrir nokkurs konar tilraunadýr. Satan veðjar við Guð að hann muni ekki verða alveg eins guðhræddur ef hann fái að tukta hann til. Job er niðurlægður, sviptur fjölskyldu sinni, búpeningi og ökrum og loks heilsunni. Eðlilega finnst honum Guð fara illa með sig og kvartar. Hann skilur ekki að Guð láti allt þetta henda því hann hafi ekkert illt gert, hann hefur vandað líf sitt og fylgt lögmálinu. Job telur upp margt gott sem hann gerði í lífi sínu og gagnrýnir Guð. Og þeir ræða málin. Vinir Jobs blanda sér í deiluna en ekki til að hughreysta hann heldur þvert á móti. Loks er aumingja Job ofurliði borinn og hann sýnir auðmýkt. Þá, og þá fyrst, er Guð tilbúinn lina þjáningar hans og reisa hann úr duftinu. Og gott betur. Hann fær heilsuna aftur, nýja fjölskyldu og nýjan búpening.

Ég stóð með Job og ég stóð reyndar líka með Adam og Evu þegar þau átu af skilningstré góðs og ills. Af hverju vill Guð ekki að fólk breyti samkvæmt bestu vitund. En auðvitað veit ég hvernig mér ber að túlka þessa sögur, VEGIR GUÐS ERU ÓRANNSAKANLEGIR og dramb er til að skemmta Skrattanum. En allt er gott sem endar vel. Job eignaðist sjö sonu og þrjár föngulegar dætur. Hann lifði í 140 ár eftir að Guð sá aumur á honum og sá börn sín og barnabörbn í fjóra ættliði.

Best finnst mér þó hjá Job að hann gaf dætrum sínum arf með sonum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las Jobsbók í fyrrasumar; Hafði heyrt marga dásama æðruleysi Jobs og talið það til eftirbreytni. Svo varð ég yfir mig bit á gálgahúmor Guðs og fannst Job bölvuð dula að láta fara svona með sig ... svo ekki jók ég æðruleysistakta við að lesa Jobsbók. Ómerkilegt veðmál? Skil ekki í Guði að taka þátt í svoleiðis leik!

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband