Skerum niður hreindýrastofninn

Þegar ég var að alast upp í Breiðdalnum (um miðbik síðustu aldar) sáust ekki hreindýr í byggð. Einstaka sinnum fréttist af þeim upp til heiða en þau gerðu þar aðeins stuttan stans því þau voru veidd ef svo bar undir. Ég hef heyrt sögur af því að afi minn Snjólfur á Veturhúsum  í Hamarsdal hafi veitt 14 dýr á einum degi en hann kom þeim ekki öllum heim þann dag. Ekki veit ég hvort þetta er satt en þá þótti mikil  búbót af því að veiða sér hreindýr til matar. Fjórtán er nú kannski nokkuð vel í lagt og sagan sagði að hann hefði farið með bakið á sér að koma heim dýrunum.

Nú er búið að setja löggjöf um hreindýraveiðar eins og reyndar veiðar almennt og það er sjálfsagt gott  því löggjöf er hægt að breyta og laga til að hún þjóni markmiðum sínum. Markmið má líka endurskoða til að taka tillit til þeirra þátta sem skipta máli hverju sinni. Oftast miðast þessi löggjöf að því að vernda dýrastofna til þess að viðkoma verði næg. Hreindýrin eru aðflutt dýr og það eru mörg dæmi um það erlendis frá að slíkt getur skapað hættu. Reynar gekk allt vel meðan bændur fengu sjálfir að verja lönd sín. En nú eru dýrin friðuð. Þó með þeirri undantekningu að örfáum efnuðum skotglöðum karlmönnum er leyft gegn gjaldi að veiða ákveðinn hluta stofnsins.

Síðastliðinn vetur hélt stór hjörð eða hjarðir til í Breiðdalnum. Þegar ég fór austur um páskana hélt stór hópur (ég taldi einu sinni 80 dýr) sig á túnunum á Hlíðarenda (bæ langafa og langömmu, afa og ömmu, pabba og mömmu og nú systursonar míns og konu hans). En þessi dýr létu sér ekki nægja túnin heldur héldu þau einnig til í skógræktinni sem bændur á Hlíðarenda hafa verið að koma upp. Mér fannst þetta blóðugt og hef hugsað mikið um hvernig rétt sé að bregðast við þessu. Ég sé enga leið aðra en að bændur fái sjálfir, þegar svona stendur á skotleyfi á dýrin eða að þeir sem hafa yfirumsjón með hreindýrastofninum sjái til þess að skera niður þann hluta hans sem sækir niður í byggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband