Biblían: Þegar fuglinn skeit í augu Tóbíts

Nú bíða vinir mínir ýmist eftir því að ég hafi gefist upp við að lesa Biblíuna eða að ég hafi frelsast. En hvorugt hefur gerst. Jafnt og þétt hef ég fylgst með þessari þjökuðu þjóð Ísrael, á reiki hennar í gegnum eyðimerkur, uppbyggingu og eyðingu borga, herleiðingu til Babýlon og heim aftur. Þetta er blóðug saga og mjög kvenfjandsamleg en ég var farin að halda að eftir allt sem gerst hefur að nú myndi ekkert lengur ganga fram af mér. En það gerðist þó í Biblíulestri gærdagsins.

Í Esrabók segir frá því þegar Kýrus konungur gaf hinni herleiddu Júdaættkvísl leyfi til að fara heim eftir 48 ára útlegð í "barbaríinu" en Esra leiddi þá. Í bókinni er skrá yfir alla sem sneru til baka, þ.e. karlmennina eftir ættkvíslum (engar konur skráðar yfirleitt). Þegar þeir eru loks komnir á áfangastað og teknir að koma sér fyrir, tekur Esra allt í einu eftir því að sumir karlarnir höfðu gifst innfæddum konum og hjónaböndin höfðu meir að segja borið ávöxt. Það var mikil synd. Eftir að Esra hafði hugleitt þett og meira að segja rætt það við Guð, varð niðurstaðan, að hinir seku buðust til að reka frá sér konurnar og börnin til að sættast þannig við guð. Og þá gátu þeir haldið áfram að koma sér fyrir eins og ekkert hafi í skorist. Esra var leiðindakarl.

En nú er ég stödd í bók Nehemía. Hann virðist vera öllu skárri. Hann einbeitir sér að því að endurbyggja múra Jerúsalems. Bókin inniheldur lýsingu af hleðslunni og henni fylgir skrá yfir hleðslumennina, hvaða hlið þeir byggðu og hvernig hliðin voru gerð. Þetta er allt afar verklegt og fékk mig til að hugsa til Einars Jónssonar vegavinnuverkstjóra í Breiðdalnum sem var annálaður hleðslumaður.

Þegar ég var búin með dagsskammtinn minn í Biblíulestri datt mér í huga að kíkja í Biblíuna sem ég fékk lánaða til að skoða nýju þýðinguna. Í þeirri bók eru Apókrýfurnar með og ég gat ekki stillt mig um að skoða þær því ég hef aldrei séð þær áður. Reyndar kemur þetta mér í vanda því þær eru 244 síður og ekki inn í áætlun minni um lesturinn.

Kaflinn sem ég las er um hinn fróma mann Tóbít. Mér fannst merkileg sagan af því þegar hann lagðist til svefns undir berum himni, fuglar skitu í augun hans og hann var sleginn blindu. Læknar gátu ekki hjálpað honum með smyrslum sínum en að fjórum árum liðum sá Guð aumur á honum og gerði á honum kraftaverk. Ég þekki marga sem hafa verið slegnir blindu og látið lækna setja í sig nýja augasteina og fengið góðan bata. Ekki veit ég hvort nokkur þeirra reyndi áður að biðja til Guðs um lækningu.

Já Biblían er svo sannarlega spennandi bók og ég held bara að ég geri nýja verkáætlun og bæti Apókrífunum við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð, uppskriftin er þessi:

500 gr af fíflablómum, 1 kg sykur / hrásykur (gefur dekkri lit), 1/2 sítróna. Skolið fíflana og setjið þá í 1 lítra af köldu vatni og látið standa í 2 klst. Sjóðið síðan vatnið með fíflablómunum og kælið hægt. Hafið lokið á pottinum og látið standa í u.þ.b. 12 klst. Síið vökvann frá blómunum í gegnum grisju eða viskastykki. Setjið 1 kg af sykri og 1/2 sítrónu með safa og aldinkjöti út í vatnið. (Sítrónuna lágmarka ég og set smá slurk af sítrónusafa í staðinn, vegna ofnæmisvandamála). Soðið saman í stutta stund og látið síðan malla á vægum hita þar til sírópið fer að þykkna en það getur tekið nokkurn tíma. Til að reyna á sýrustig er smávegis sett í teskeið og síðan látið kólna. Að lokum er hunangið sett í hreinar krukkur. Geymist í allt að 8 mánuðu - þá væntanlega miðað við uppgefið sítrónumagn. Þessi uppskrift held ég að sé úr Bændablaðinu. Bestu kveðjur og góða skemmtun.

Lára G. Oddsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 189007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband