Þráinn Bertelsson: Fall og upprisa

Ég verð að játa að ég talsvert tvíbent í afstöðu minni til bóka um alkóhólisma. Innan í mér er ég neikvæð (ég finn það) en engu að síður hef ég lesið þó nokkrar slíkar bækur. Einn af mínum uppáhaldsrithöfundum P.O. Enquist skrifaði bók sína Ett annat liv um sjúkdóm sínn og upprisu 2008 og fékk fyrir hana Augustpriset.

Ég lét því líða nokkurn tíma þar til ég greip bók Þráins heim með mér úr bókasafninu. Þetta er lítil rauð bók sem minnir mig örlítið á Rauða kverið. Ég var fljót að lesa hana og mér fannst hún afar læsileg. Þetta er nokkurs konar sjálfshjálparbók en hún getur komið fleirum að gagni heldur en alkóhólistum, því hún fjallar um lífið almennt og þó sérstklega hvernig bregðast megi við þegar ábjátar. Hún skiptist í 18 kafla eða þætti sem segja annars vegar frá þessu einstaka falli, það er þegar Höfundur missir skyndilega að því er virðist tök á því að vera þurr alki, fræðslu um þennan erfiða sjúkdóm og um almenn lífssannindi. Inn í frásögnina er síðan blandað stuttum frásögum um aðra alka, fall eða föll þeirra og hvernig þeir brugðust við. Bókin í heild sinni er vel skrifuð og afar læsileg. Þráinn vitnar oft í speki annarra manna og leggur út af henni. Ég kunni þessu vel en er á báðum áttum varðandi litlu alkasögurnar sem eru þó fyndnar og bera væntanlega í sér lífsspeki á sinn hátt. Ég veit ekki hvers vegna ég er viðkvæm gagnvart þessum sögum, líklega er það vegna þess að ég er svo vel upp alin.

Við upphaf lesturs velti ég því fyrir mér af hverju Þráinn réðist í að skrifa þessa bók en hann fjallar reyndar um það í bókinni. Bókin er annars vegar hans leið til að vinna úr aðstæðum sínum og takast á við vanda sinn hins vegar vill hann gjarnan að þessar hugleiðingar séu aðgengilegar öðrum ef þær gætu  komið að gagni fyrir þá.

Mér fannst umfjöllun Þráins um muninn á þunglyndi og alkóhólisma góð og ég veit að hún er þörf. Sömuleiðis fjallar hann vel um skömmina sem fylgja báðum þessum sjúkdómum. Meðan ég var að lesa þetta rifjaðist upp fyrir mér vangaveltur í bók eftir Kúndera (ég man ekki hvaða bók) þar sem sögupersóna hans uppgötvar allt í einu þar sem hún situr alein á kaffihúsi að maður blygðast sín einvörðungu fyrir það sem maður getur alls ekki að gert. Fyrir það sem maður ræður ekki við og er í raun ekki manni sjálfum að kenna. Mér fannst þetta merkilegt því svona er þetta og svona er þetta með alkóhólisma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband