Ferðasaga Runólfs Ágústssonar er algjört dadirrí

083  Gjöf til Háskólans til minnis um Jörund 413951A Runólfur Ágústsson

"Bók sem kom á óvart, alveg frábær bók, vel skrifuð og skemmtileg bók, þú verður að lesa hana" sagði ég við manninn minn þegar ég var búin að lesa ENGINN RÆÐUR FÖR EFTIR Runólf Ágústsson. Maðurinn minn er farinn að segja að það sé ekkert að marka það sem ég segi um bækur, mér finnist allar bækur góðar. Þetta er ekki rétt, sumar bækur eru slæmar og eða leiðinlegar og ég reyni að velja bækur sem ég hef gaman af og oft tekst það. Bók Runólfs kom út 2009 og ég hefði líklega ekki lesið hana nema að ég mundi eftir umfjöllun um hana að þar var eitthvað um Jörund hundadagakonung og ég sá um daginn í gamla bókasafni Háskólans sem nú er kaffistofa starfsfólks forláta klukku sem ættmenni Jörundar hafði gefið Háskólanum. Þetta hlaut að tákna eitthvað og svo þekkti ég Runólf. Ekki sérlega vísindalegt val á bók í þetta skiptið, En bókin er perla.

Hún fjallar um för Runólfs um suðurhluta Ástralíu en hann valdi að fara þangað þegar komið var að einhvers konar skilum í lífi hans og hann þurfti að hugsa sig um. Það hefur oft gefist vel að fara út í eyðimörk til að hugsa. Ekki lifði hann þó á engisprettum og villihunangi en hann leyfir lesandanum að fylgjast allvel með því sem hann drakk og snæddi. Reyndar fylgja líka nokkrar mataruppskriftir um af mat sem hann langar í, þær eru líka áhugaverðar.

Frásögn Runólfs um ferðina er í stuttum og hnitmiðuðum köflum, og hann fræðir okkur um leið um sögu landsins um leið og hann segir okkur örlítið frá sjálfum sér, því sem hann er að hugsa og hann hugsar um líf sitt, hann er þó ekki að velta sér upp úr því. Hann fræðir okkur m.a. um frumbyggjana, sögur hvernig líf þeirra var fyrir komu hvíta mannsins og hvernig það breyttist og hvernig það er nú. Hann segir okkur heimspeki þeirra eða heimsmynd og um það sem kallast dadirrí en til að vita hvað það er, er best að lesa bókina.Og auðvitað leitar hann upp slóðir Jörundar í Tasmaníu og segir okkur frá örlögum þessa manns sem vildi gefa okkur lýðræði fyrstur manna en við týndum því.

Það var auðvitað aldrei neitt vit í þessari ferð hans Runólfs en mikið er nú gaman að hann fór og ég myndi fara til Ástralíu hið fyrsta ef hún væri ekki svona langt í burtu og ef ég væri ekki svona skynsöm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband