19.5.2012 | 00:20
Ef þú smælar framan í heiminn....
Ég er ekki vön að kaupa sjálfshjálparbækur en í fyrra um þetta leyti í maí var ég stödd bókabúð í Svíþjóð þá sá ég útundan mér í einni hillunni bók sem hét VARFÖR MÅR VI SÅ ILLA NÄR VI HAR DET SÅ BRA? Hverns vegna líður okkur svo illa þegar við höfum það svo gott? Mér fannst eins og hvíslað að mér, þessa bók áttu að kaupa. Ég held að ég hafi haldið að bókin svaraði spurningunni sem liggur í titlinum beint en það gerir hún ekki heldur er hún meira um hvernig við getum látið okkur líða betur. Reyndar reynir höfundur að svara spurningunni í fyrsta kaflanum og segir að líðan ráðist af inte hur vi har det, utan hur vi tar det (ekki hvernig við höfum það heldur um hvernig við tökum á því). Bókin fjallar síðan um hversu mikinn þátt viðbrögð okkar við erfiðleikum eiga þegar kemur að líðan og lífsgleði. Höfundurinn er sænskur læknir sem er nú þekktur fyrir fyrirlestra og námskeið um hvernig fólk getur með jákvæðni dregið úr óhamingju og vanlíðan.
Ég hef stundum verið ergileg út í svona kenningar. Finnst stundum eins og það að vera jákvæður hvað sem á dynur kalli á uppgjöf gagnvart því að leita að orsök vandans og bregðast við. Myndi t.d. ekki vera réttara að verða reiður og berjast gegn óréttlæti ef þess gerist þörf? Ég hef líka verið ósammála því að hægt sé hægt að lækna allt með hugaraflinu einu saman.
En þessi bók er öðru vísi, hún er mikið um að hugsa rökrétt og sneiða hjá neikvæðum hugsunum því þær hjálpa engum. Og svo er hún full af ráðleggingum. Sumt hljómar svo vel á sænskunni: Om man kan grubla sig sjuk, kan man tänka sig frisk. Það hjálpar að hugsa jákvætt. Þetta hljómar einfalt en það er auðvelt að gleyma því þegar illa gengur. Ég er sjálf sannfærð um þetta er rétt og hef reyndar lesið fleiri bækur um jákvæða atferlismótun.
Mér fannst þetta sem sagt gagnleg bók. En það væri trúlega gagnlegt að semja aðra bók ásömu nótum sem leiðbeindu fólki hvernig maður berst gegn óréttlæti með bros á vör og ef til vill enn eina sem segir manni hvernig maður getur hjálpað náunga sínum með bros á vör og yl í hjarta. Og úr því ég er byrjuð á þessu þá held ég að það væri alveg upplagt að búa til bók um hvernig við lærum að borga skattana okkar með bros á vör. Kannski mætti útbúa sérstakan bækling fyrir útgerðarmenn.....
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 189003
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo góð grein hjá þér Bergþóra. Takk fyrir. Ef við hugsuðum aðeins út fyrir daginn í dag og hættum að agnúast út í náungann, væri lífið svo miklu auðveldara, hver er sjálfum sér næstur. Við leysum engin vanadamál með því að agnúast út í hvort annað, sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér. Þó allar skoðanir séu vel þegnar alltaf og æfinlega, séu þær orðaðar af manngæsku. Sundrung leiðir engan neitt.
Elías Halldór Elíasson, 19.5.2012 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.