Bónusljóð: Supermarktgedikte

Tilviljanir ráða miklu um líf mitt. Reyndar ræð ég örlitlu um hvernnig úr þeim spilast og oftast eru þær mér mjög til góðs. Líf mitt, án skapandi tilviljana, væri afar snautt.

Þegar ég fékk fréttir af því 1996 að ungur maður hefði gefið út bókina Bónusljóð, sem væri eingöngu til sölu í Bónusverlsunum lét ég mér fátt um finnast. Ég lét ekki svo lítið að kaupa hana eða lesa. Og svo gleymdi ég þessu uppátæki. En fyrir stuttu kom vinkona mín (sprachaustausch) sem hjálpar mér að potast áfram í þýskunámi mínu með bók, sem henni fannst frábær, það var bók Andra Snæs Magnasonar, Bónusljóðin á þýsku og íslensku. Mér finnst bókin frábær á hvoru málinu sem er. Það er gaman að lesa ljóð sem eru sett upp á þennan veg, því það er þannig með ljóð að það er svo oft erfitt að þýða þau beint. Bókin skiptist í kaflana: PARADISO/ALDINGARÐURINN, INFERNO/NIFLHEIMAR NIÐUR OG PURGATORIO/HREINSUNARELDURINN. Ljóðin gerast sem sagt í ávaxtadeildinni, við frystikisturnar fyrir kjöt og fisk og í hreinlætisvörudeildinni en flokkunin og niðurröðun er kannski ekki ströng. Það eru t.d. þrjú smellin ljóð um pör og eitt eða kannski tvö frábær ástaljóð. Það er eitthvað ferskt við þessi ljóð sem hrífur mig. En þar sem bókin er stutt og fljótlesin ráðlegg. ég öllum sem hafa á annað borð gaman af ljóðum að leita hana uppi og lesa hana. Fyrir mig var það góð lexía að vera minnt á að það er varasamt að vera með einhverja fordóma um bækur. Reyndar skil ég ekki hvað ég var að hugsa þarna 1996.Ástarljóð á kassa/  Eitt sinn var líf mitt svarthvítt sjónvarp /og á góðum degi/kom stundum smá skerpa í grátónana/ en aldrei meira en það //Svo komst þú  //  Nú er líf mitt 40 tommur/ í lit og þrívídd/ fuglarnir syngja í steríó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband