Þegar við vorum fátæk þjóð í vanda

Örlítð meira um Oddnýju Guðmundsdóttur.

Þær eru ekki margar íslensku konurnar sem hafa ratað inn í bókmenntasöguna. En konur þá eins og nú höfðu ríka tjáningarþörf en aðstæður þeirra voru oft á þann veg að það var erfitt að finna tíma til að setjast við skriftir og það var erfitt fyrir konur að koma sér á framfæri. Í bókinni hennar Oddnýjar, Skuld er kaflinn um heimilislífið á Hrafnagjá merkilega napur lýsing á mannlífi í fátækt og allsleysi. Þessi kafli minni mig á fráögu Ólínu Jónasdóttur um heimilslífið á Kúskerpi í bókinni EF HÁTT LÆTUR Í STRAUMNIÐ HÉRAÐSVATNA. Ótrúlega lifandi frásögn sem talar til lesandans á afar sérstakan hátt. Virkar ýkjukennd en ég trúði hverju orði. Það hefur svo lítið verið skrifað um fátæka Ísland og merkilegt að bera það saman við Svíþjóð þar sem "fattig Sverige" en eiginlega sérstök bókmenntagrein sem fólk er vel heima í.

Lífið á Breiðabóli er svo sem ekkert til fyrirmyndar heldur en þar býr ríka og volduga fólkið. Oddný stillir því upp sem andstæðu við fátæktarbaslið.

Nei konurnar, ég tala nú ekki um fátækar konur höfðu lítinn tíma til að skrifa og líka til að lesa. En þeim var mikið niðri fyrir það sér maður á Oddnýju. Þær höfðu líka frá mörgu að segja það sér maður á bók Ólínu.

Að lokum ein setning frá Oddnýju sem mér finnst eiga vel við í dag. Hún er að tala um stórbokkann á Breiðabóli:"Líklega var samviskan nokkurs konar skilningarvit. Sumir eru blindir og heyrnarlausir. Menn geta líka verið samviskulausir. Samvizkan segir okkur hvernig við breytum gagnvart öðrum. Það er alveg jafn tilgangslaust að tala um mannúð við samvizkulausan mann og að hrópa upp í eyrað á heyrnarlausum manni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 188997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband