27.2.2012 | 14:59
Með heiminn í vasanum:Margrét Örnólfsdóttir
Ein af þremur barna- og unglingabókum sem við stöllurnar í lestrarfélaginu settum okkur fyrir að lesa, var bókin MEÐ HEIMINN Í VASANUM eftir Margréti Örnnólfsdóttur. Ég hef ekki fylgst með í þessum geira bókmennta um nokkurt skeið og finn til vanþekkingar minnar. Hvað eru höfundar að skrifa og hvað eru börn og unglingar að lesa? Ég játa að ég fyrirverð mig fyrir þetta, einu sinni var ég vel að mér og finnst ég hafa misst þráðinn.
Bókin MEÐ HEIMINN Í VASANUM hreif mig strax. Hún er spennandi og grípur mig með sér svo ég verðeins og þátttakandi í atburðarás sem ég veit ekki hvert stefnir og ekki sér fyrir endann á.
Aðalhetjur sögunnar eru annars vegar Íslendingurinn Ari sem býr við alsnægtir og hins vegar kínverska stúlkan Jinghua sem sem þrælar ánauðug í verksmiðju við að setja saman rafrænn leiktæki. Þessi börn eiga fátt sameiginleg nema líf beggja er ótryggt. Það er mikil fjarlægð á milli Ara og foreldra hans vegna vinnu þeirra, þau eru að koma sér áfram og auk þess liggja þau í skilnaði. Jinghua sér foreldra sín alls ekki neitt af því hún hefur verið numin á burt frá þeim. Framtíð Ara er ótrygg vegna þess að hann er stöðugt rifinn upp úr umhverfi sínu til að fylgja foreldrum sínum á milli landa, framtíð Jinghua er ótrygg vegna þess að hún situr föst í þrældómi og sér ekki fram á að nokkra björgun.
Þegar sagan hefst er Ari staddur á Ísalndi. Hann gengur í venjulegan skóla og hann á erfitt með að blandast og eignast vini. Ekki hjálpar það honum að hann hefur orðið fyrir því að fá sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hármissi svo hann er nauðasköllóttur. Frænka hans Katla er honum þó mikil stoð og stytta en samband þeirra ef afar gott. Hann hefur einnig mikið yndi af tölvuleikjum og er meðan við fylgjumst með honum á kafi í afar spennandi tölvuleik, World of WuXing. Katla er samfélagslega meðvituð og vill vinna að því að bæta heiminn. Á meðan frændi hennar sökkvir sér niður í World of WuXing vinnur frænka hans að því að stofna samtök til að bæta aðstæður barna í heiminum. Fasti punkturinn í lífi Ara er filipínska húshjálpin Marifé. Hún hefur dvalið hjá fjölskyldunni frá því hann man eftir sér og vinnur þannig fyrir börnunum sínum tveimur á Fillipseyjum sem eru í umsjón móður hennar. Ari getur líka treyst á stuðning frá fjölskyldu Kötlu en sem er algjör andstæða við hans fjölskyldu, fjölmenn, hávaðasöm, ekki efnuð en alltaf til staðar. Það koma margar fleiri persónur við sögu, bæði í heimi Ara og í heimi Jinghua. Þær eru vel dregnar og mér finnst ég kannast við svona fólk, börn og fulorðna.
Í bókinni er að sjáfsögðu bófi og ýmsir liggja undir grun. Þrátt fyrir að hin mikla misskipting heimsins gæða blasi hvarvetna við í heimi Ara, kemur hann sér undan að hofast í augu við hana og hvernig hún tengist honum og hans lífi. Hann er ótrúleg lítðið meðvitað ungmenni Það er ekki fyrr en að athafnakonan Katla beinlínis rekur sönnunargögnin upp að nefinu á honum að áhugi hans vaknar.
Þegar að sögunni lýkur, hefur Katla kannski ekki komist langt mð áform sitt um að bjarga öllum hemsins börnum en einni stúlku hefur hún með góðri hjálp Ara hjálpað til að sleppa úr þrælkun og eitt barn er þó eitt barn og hvert barn skiptir máli. Ari er nú orðinn örlítið sjálfstæðari og hefur tekið af skarið að setja stopp við að vera fluttur á milli landa eins og hver annar handfarangur. Hann ætlar að vera áfram á Íslandi þegar faðir hann flyst til Hong Kong. Og líklega verður móðir hans þar líka hjá honum.
Mér fannst sem sagt gaman að lesa þessa bók, fannst hún gefandi og gefa mér örítla innsýn í heim sem ég þekki ekki mikið. Ég verð þó að játa að ég átti erfitt með að fylgja Ara í tölvuleikjum hans án þess að missa þráðinn. Líklega hefur áhugahvötina vantað hjá mér.
Ég hefði gjarnan viljað sjá meira um, hvort mál Jinghua og Marifé fengju farsælan endi. Komst Jinghua heim til foreldra sinna og bróður og mun henni lukkast að fá menntun? Tekst Marifé að sjá sér, börnum sínum og veikri móður farborða á Filippseyjum og mun henni takast að kosta skólagöngu þeirra. Vonandi fáum við framhald.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 188997
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.