ELLEFU LÍF: Saga um lífshlaup

Nokkru eftir að ég las bók Hallgríms Helgasonar, Kona við 1000°C, var mér bent á að það væri til ævisaga  Brynhildar Georgíu Björnsson-Borger en það er konan á bak við Herbjörgu í bók Hallgríms. Ég fékk bókina að láni og nú hef ég lokið við að lesa hana. Bókin reyndist vera eftir fyrrverandi kennara minn Steingrím Sigurðsson en hann kenndi ensku við MA þar til því lauk með eftirminnilegum hætti. En það er önnur saga.

Þetta er lipurlega skrifuð bók, byggð á viðölum við Brynhildi en höfundur skrifar sjálfur það sem hann kallar Aðfararorð sem þar sem hann gerir lítillega grein fyrir efninu og efnistökum. Bókin kemur út 1983 en Brynhildur lifði til 2008 (það hef ég fregnað seinna) svo e.t.v. myndi hún sjálf hafa talað um enn fleiri líf ef sambærileg saga hefði verið skrifuð síðar.

Ég er fegin að ég las þessa bók á eftir að ég hafði lokið við Konu við 1000°C, því ég held að það hefði truflað lesturinn. Nú sé ég að Hallgrímur nýtir sér margt úr þessari bók þótt hann færi það í sinn búning ef svo mætti segja og spinni út frá því. Auðvitað las ég sögu Hallgríms sem skáldsögu því það er hún.

En til baka til bókar Steingríms, Ellefu líf. Bókin er afar læsileg og greinileg þótt maður taki strax eftir því að stiklað er á stóru í lífi konu sem hefur lifað um margt óvenjulegulegu lífi. Ég geri mér líka grein fyrir að hún, eins og aðrir sem segja sögu sína segir ekki allt. En það sem mér fannst einkenna frásögnina var jákvæðni hennar gagnvart samferðafólki. Hvað eftir annað segir hún að hún sé þessum eða hinum þakklát og það er enga beiskju að finna þrátt fyrir margvíslega erfiðleika sem lífið rétti að henni. Það var gaman að kynnast þessari konu þótt það væri e.t.v. ekki nema rétt í svip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Brynhildur var stórbrotin kona.  Hún kenndi mér þýsku tvo vetur í kvöldskóla á Ísafirði, og svo fór hún með allann bekkinn til Amrum þangað sem hún dvaldi sem barn á stríðsárunum.  Það var yndislegur tími.  Ég hef aldrei tekið eftir því að Brynhildur væri skapstygg eða bitur, miklu fremur gleðigjafi hláturmild og lifandi manneskja.  Ég á bókina hans Hallgríms, er að spá í hvort ég eigi að lesa hana eða skipta, vegur salt hjá mér, ég ætti ef til vill að fá bókina ellefu líf, Steingrímur Th, gisti hjá Brynhildi meðan hann var að gera grunninn að bókinni þá bjó hún í Hnífsdal.  Það væri ef til vill meira gefandi að lesa hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 20:22

2 identicon

Takk fyrir tilskrifin Ásthildur, ég hef heyrt í mörgum sem þekktu Brynhildi og það fólk ber vel sögu. Ég kynnitist pabba hennar eftir að hann var orðinn gamall maður og fannst gott að ræða við hann.

Þú verður auvitað að gera það upp við þig hvort þú ætlar að lesa bók Hallgríms, mér fannst hún merkileg en ég las hana að sjálfsögðu sem sjálfstæða skáldsögu en ekki sem ævisögu þessarar konu. Bók Steingríms er allt annars eðlis. Gaman að heyra frá þér

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætla að láta þetta malla svolítið.  Ef til vill verð ég mér út um hina bókina líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband