20.1.2012 | 20:39
Ríkisfang ekkert: Flóttamenn frá Írak á Akranesi
Bókin, Ríkisfang ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur hefur legið á náttborðinu hjá mér síðan í haust en ég keypti hana eftir að hafa hlustað á kynningu höfundar og fleiri á henni í HÍ. Þetta er satt en það óx mér í augum að lesa hana, ég hélt að það myndi taka á mig á lesa hana því hún væri í senn erfið og átakanleg. Ég hugsaði um þetta í hvert skipti sem ég þurrkaði af henni rykið, fletti henni aðeins og skoðaði myndirnar. Loksins fékk ég kraft og kjark til að lesa hana og hún kom mér þægilega á óvart. Hún er ekki þung aflestrar, síður en svo og hún er spennandi. Vissulega er hún átakanleg og ég fékk oft kökk í hálsinn meðan á lestrinum stóð og ég varð líka stundum reið en oft varð ég glöð og fegin. Þetta er sem sagt bók sem hreyfir við manni og hún er spennandi.
Bókin fjallar um landlausu flóttakonurnar og börn þeirra sem fluttu úr Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak til Akraness. Bókin er í grunninn unnin upp úr formlegum viðtölum við konurnar sem eru tekin með aðstoð túlks, fjölda óformlegra viðtala og sögulegan og pólitískan bakgrunn þess að konurnar höfnuðu í nánast í helvíti á jörðu. Auk þess er fjallað um fjölmargt annað sem varðar vanda flóttamanna og hvernig við sem sem höfum sloppið svo létt kjósum að líta á hann eða leiða hann hjá okkur.
Höfundur bókarinnar velur þá leið að láta tvær konur verða nokkurs konar talsmenn hópsins. Frásagnir þeirra verða nokkurs konar uppistaða í vef þar sem umfjöllun um söguna, pólitíkina og líf í fjarlægum löndum er ívafið. Inn á milli í þennan vef er líka stungið fjölmörgu smálegu úr hvunndeginum, t.d. hvernig íslensk blöð kjósa að fjalla um slík málefni og hvernig það er fyrir jafnöldru á Skaganum (höfundinn) að sitja á tali við aðra söguhetjuna og reyna að skilja þó ekki væri nema lítið, hvernig henni líður og hún hugsar. Þessi vefur er meistaralega vel gerður. Ég hugsaði oft, hvernig fer hún að þessu. Umræða hennar um pólitíkina er hófstillt, hún leggur fram staðreyndir, segir frá atburðum og lætur lesandanum eftir að draga ályktanir og taka afstöðu. Stundum fannst mér hún jafnvel ganga of langt í að taka ekki afstöðu. En sjálfsagt er þetta sálfræðilega klókt, því þarna er verið fjalla um eldfim málefni og það er mikilvægt að lesandinn fái sjálfur að taka afstöðu og hafi ekki á tilfinningunni að það sé verið að segja honum hvernig hann eigi að hugsa.
Bókin um írak-palestínsku konurnar á Akranesi og heimspólitíkina er hrífandi bók. Hún er fræðandi, spennandi og hlý. Til hamingju ungi höfundur.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 189003
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.