30.12.2011 | 00:19
Jólalesning
Ţađ hefur aldrei hentađ mér neitt sérstaklega ađ nota jólahátíđina til ađ lesa bćkur, nema ţá helst matreiđslubćkur í ađdraganda jólanna. Ég trúi ţví aldrei fyrr en ég tek á ţví hvađ jólatilstandiđ kveikir á blundandi hćfileikum mínum til ađ laga mat. Ţađ er eitthvađ ótrúlega heillandi ađ fást viđ ţađ sem mađur kann vel, ekki spurning um hvort ţađ er skemmtilegt í sjálfu sér. Ég veit ekki hversu oft ég hef strengt ţess heit ađ baka alls ekki neitt en á einhverjum undarlegum tímapunkti svona ţrjá daga fyrir jól, hrekk ég ég í gang og ég verđ eiginlega óstöđvandi. Gamlar minningar streyma fram og ég rifja upp ţegar móđir mín og Petra bökuđu fyrir jólin. Gyđingakökur, hálfmána, röfl, hafrakex, kókoskökur, bóndakökur og svo auđvitađ lagterturnar, bćđi hvítar og brúnar, steikt brauđ (ekki laufabrauđ, heldur austfirskt afbrigđi), flatbrauđ og pottbrauđ. Og fleira og fleira. Mamma setti fram lugt handa hćnunum til ţess ađ ţćr verptu vel fyrir jólin. Ein jólin fékkst ekki sýróp í kaupfélaginu og ţćr glímdu viđ ađ búa til heimatilbúiđ sýróp en ég man bara ekki hvernig ţćr fóru ađ ţví.
Í Svíţjóđ var ég svo lánsöm ađ fá ađ vinna í eldhúsi ţrenn jól og ţá lćrđi ég ađ gera sćnskan jólamat eins og hann gerist bestur. Sérstaklega minnist ég allra góđur síldarsalatanna sem voru nýnćmi.
Ég datt sem sagt í jólabakstur fyrir jólin og hef ekki haft mikinn tíma til lesturs. Auk ţess fannst mér ađ ég ţyrfti ađ sjóđa mitt eigiđ rauđkál og rauđrófur.
Fyrir jól hóf ég lestur á glćpasögum sem gerast í kringum 1930. Ţćr er eftir ţýskan höfund, Volker Kutscher. Fyrri bókin heitir DER STUMME TOT EN síđari bókin GOLDSTEIN. Ţađ er fátt jólalegt viđ ţessa lesningu svo nú hef ég lagt Goldstein frá mér í miđri kreppu og óleystri morđgátu og enn óleystari einkmálum og tekiđ Hallgrím Helgason, KONAN VIĐ 1000°, fram yfir. Hallgrímur verđur jólalesningin mín í ár.
En allt er ţetta náttúrlega óhollt.
Um bloggiđ
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu fćrslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsiđ
- 19.6.2023 Ţađ er svo gaman ađ vera vondur
- 18.6.2023 Ferđ til Skotlands og Orkneyja
Fćrsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 189007
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.