Fimm stjörnur?

Ég hef verið hugsandi yfir þesari stjörnugjöf sem tröllríður öllu. Ekki síst að nú þegar flestir fá 4-5 stjörnur, ekkert minna dugar.

Ég hef líklega verið 10 ára þegar ég spurði kennara minn í farskóla Breiðdalshrepps, hvaða skáld væri best. Ég var þá nýfarin að takast á við að læra skólaljóðin. Birgi Einarsson, minn góð kennari, hugsaði sig lengi um. En loks sagði hann:"Það er líklega ekki hæt að svara þessu, skáldin eru svo ólík og það sem þau eru að yrkja um. Samanburður á einhvern veginn ekki við. En nú finnst mér mest koma til Einars Benediktssonar" Ég var Birgi lengi gröm fyrir að geta ekki svarað mér og svo var ég honum ekki sammála með Einar Ben. En nú skil ég hann og er honum þakklát fyrir þetta samtal sem núna myndi líklega flokkast undir handleiðslu. Auðvitað man ég það ekki orðrétt heldur bara efnislega en það nægir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er óþurftar andskoti þessi stjörnugjöf. Sjálfur þurfti ég að taka þátt í þessu sem leikdómari við Morgunblaðið - þetta er vont og segir ekki neitt; í það minnsta lítið.

Ég held að þetta tengist leti manna til lesturs - það er svo þægilegt að skoða bara táknin, fjölda stjarna - og þá finnst fólki það ekki þurfa að lesa dóminn; eða umfjöllunina myndi ég vilja kalla það.

Önnur forheimska eru listar - oftast erlend smíð - yfir 100 bestu þetta eða hitt. T.d. 100 bestu skáldsögurnar. En þá spyr maður auðvitað - hvernig á að bera saman 100 gjörólík skáldverk í öllum sínum magnaða breytileik.

Ég er sem sagt sammála þínum gamla lærimeistara. Það er afskaplega viturlega að orði komist að segja að "manni finnist mest til koma - þessa eða hins".

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 189886

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband