Lesið í Gunnarshúsi

020   018 

Ágæt vinkona mín benti mér á að það í dag færi fram upplestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar í húsinu sem við hann er kennt og stendur við Dyngjuveg. Við gengum þangað í góða veðrinu frá Álfheimum 32, ég , maðurinn og barnabarnið sem er 6 ára og að læra að lesa. Okkur fannst upplagt fyrir hana að heyra góðan upplestur. Við komum aðeins of seint svo hún fékk ekki að heyra nöfnnin á aðalpersónum sögunnar, Bensa, Eitli og Leó og hver voru hlutverk þeirra en hún vissi að sagan var um smölun eða eftirleit og það skildi hún. Steinunn Jóhannesdóttir var að lesa og hún gerði það bæði vel og með tillþrifum. Það er enn þá meira gaman að hlusta á þessa sögu en að lesa hana. Hún er þannig. En hugur minni hvarflaði hvað eftir annað til samanburðar á tímanum fyrr og nú. Ég þekki betur tíma Benedikts en nútímans en ég  gat þó ekki varist að hugsa til nýja hugsanlega, væntanlega, kaupanda landssvæðisins sem Bensi var að smala, þ.e. athafna-fjallaskáldsins Núpó. Ætli sé búið að þýða þessa sögu á kínversku og skyldi nú Núpó, ef hann eignast þessar lendur, fara í eftirleitir?

Ströng dagskrá litlu stúlkunnar leyfði ekki  að við hlustuðum  á söguna til enda. Hún þurfti af mæta vestur í bæ til að taka þátt í piparkökubakstri.

Eftir að ég hafði skilað af mér barnabarninu og farið í sund kom ég heim og kveikti á útvarpinu. Þá fékk ég fréttir af því að leit væri hafin að mönnum í eftirleit, þeir voru að vísu ekki á slóðum Bensa, heldur enn austar.

Það  var stutt setning sem hreif mig í frásögn sögunnar. Hún er svona:

"Logandi kerti beið þeirra í bæjardyrunum. Ljós sem logar yfir engu nema sjálfu sér er næstum því eins og einmana manneskja, efasjúk sál til einskis gagnleg, en breytist átakanlega um leið  og einhver kemur á vettvang. Þegar mennirnir þrír gengu í bæinn var ljósið á tólgarkertinu allt annað, hafði fengið starf að stunda, hlutverk að rækja."

Og  ég, gamla sveitakonan fer að hugsa: Hvers virði eru sveitirnar okkar og landið ef enginn er þar sem vill nýta það?

Nú þegar þetta er skrifað hef ég frétt að að leitarmennirnir af Fljótsdalsheiðinni séu komnir til byggða en það var ekkert sagt af þeim Eitli eða Leó eða hvort þeir hefðu fundið fé í leit sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra, á sama tíma og þú hlýddir á Steinunni lesa Aðventu sat ég í skrifstofu skáldsins á Skriðuklaustri og hlýddi á Hjört Pálsson lesa Aðventu, það gerði hann frábærlega vel. Þetta er í 7. skiptið sem Aðventa er lesin á þessum tíma í Skriðuklaustri og ég hef bara misst úr eitt skipti og ég nýt þess að hlusta eins vel nú og í fyrsta sinni þegar Vala Þorsdóttir leikkona las. Aðventa býr yfir einhverju seiðmagni, hún verður alltaf ný og það birtgast alltaf ný sjónarhorn við hverja hlustun og svo enn önnur við lestur. Já, það var dálítið einkennilegt að heyra svo af leit að mönnum sem voru í eftirleit um það bil þegar lestri Hjartar lauk, en sem betur fer þá fór það allt vel. Sendi svo bestu aðventukveðjur úr Fljótsdalnum og vona að þú og fjölskyldan eigið góðar stundir. Lára G. Oddsdóttir

Lára G. Oddsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 23:42

2 identicon

Gaman að heyra frá þér gamla skólasystir. Kannskii get ég einhvern tíma ráðstafað tíma mínum á þann veg að ég  verði í fyrir austan á aðventu. Ég á nú einu snni mitt fólk fyrir austan. Gleðileg jól

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband