Angantýr - agnarlítil bók um ást

                                             

Í skóginum sefur vatniđ.                         
Hjá vatninu sefur gömul borg.
Og silfurhvítt sumarregniđ
seytlar af blađi á blađ
í ţrúđgri, ţögulli sorg

- af blađi á blađ.  

                  (brot
                                           

Ég fór á útgáfukynningu á bókinni Angantý ţar sem Guđrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alţingismađur  las úr henni valda kafla og ađstandandi útgáfunnar gerđi grein fyrir útgáfu bókarinnar fyrr og nú. Saga ţessa litla kvers er merkileg en hún kom út 1946 og er skrifuđ af Elínu Thorarensen,ástkonu skáldsins Jóhanns  Jónssonar. Ég hafđi heyrt um ţessa bók en aldrei lesiđ eđa sett mig inn í ađstćđurnar sem ollu ţví ađ hún varđ til. En ég ţekkti vel til skáldskapar Jóhanns Jónssonar ţví hann var eitt af ţeim skáldum sem heillađi mig ţegar ég var ung og um hann hefur veriđ talsvert skrifađ.

Ţegar Elín kynnist Jóhanni er hún fráskilin ţriggja barna móđir í Reykjavík en hann er menntaskólastrákur frá Ólafsvík. Ţetta  var á árunum 1915- 1916. Hún er 15 árum eldri og af góđum ćttum. Ţetta hefur nú veriđ eitthvađ til ađ rćđa svona í kaffbođum og fínni samkvćmum bćjarins en ástfangiđ fólk ţá sem nú lćtur ekki slíkt stoppa sig.

Bókina skrifađi Elín löngu seinna, 1946, kveikjan ađ henni varđ ađ ţá birtust tvćr greinar eftir Halldór Kiljan Laxness um Jóhann.   Hún ákveđur ađ rjúfa ţögnina og vill sjálf  fá ađ segja ţessa sögu. Bókin segir frá Angantý og Brynhildi en ţađ eru nöfn sem hún og Jóhann höfđu valiđ hvort öđru. Ţađ á eiginlega vel viđ ađ nota skálduđ nöfn ţví sagan um ást ţeirra er nánast ekki af ţessum heimi. Hún tilheyrir upphöfnum heimi sem samrćmist e.t.v  ekki vel ţessum venjulega hverdagslega heimi sem viđ ţekkjum svo vel. Ţó held ég ađ mjög margir geti ţekkt sjálfa sig í ţessari litlu frásögn ţví svona er ástin. En ţeirra ást var aldrei ćtluđ fyrir hvunndaginn. Elín sleit sambandinu en varđveitti ţađ međ sjáfri sér allt til dagsins sem hún skrifađi kveriđ og ákvađ ađ gefa okkur hlutdeild í ţví.

Í bókini er formáli Elínar sjáfrar frá 1946 ţar sem hún gerir grein fyrir henni. Auk ţess er í bókinni ítarlegur eftirmáli Soffíu Auđar Birgisdóttur ţar sem hún fjallar um sögurna sem liggja á bak viđ bókarskrifin og hvernig henni var tekiđ á sínum tíma. Ţessi litla bók lćtur ekki mikiđ yfir sér en hún er perla.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband