Mikkjáll frá Kolbeinsbrú

240px-Kleist,_Heinrich_von Heinrich von Kleist       170px-Hans-KohlhaseMikkjáll frá Kolbeinsbrú

Var minnt á ţađ í útvarpinu (Hjálmari Sveinssyni) ađ ţađ vćri 200 ára árstíđ Heinrich von Kleist. Ţá rifjađist upp fyrir mér ađ ég hafđi sem unglingur lesiđ, eđa gert tilraun til ađ lesa, bók eftir hann. Ţađ var Mikkjáll frá Kolbeinsbrú. Ekki man ég ţó gjörla hvađ ţađ var sem ţvćldist fyrir mér viđ lesturinn ţá en grunar nú eftir ađ hafa lesiđ hana aftur ađ ég hafi bara ekki veriđ  nógu bókmenntalega ţroskuđ.

Bókin segir frá hestakaupmanninum Mikkjáli frá Kolbeinsbrú og gerist í Ţýskalandi á dögum Marteins Lúthers. Hann er órétti beittur og leitar réttar síns. Ţá hefst langt málafstur en hann fćr ekki uppreisn ćru eđa bćtur fyrir ţann órétt sem hann var beittur. Mikkjáll hafđi mikla tiltrú til réttarkerfisins og efađist ekki um ágćti ţess. Hann lagđi sig fram um ađ leggja mál sitt fram sem greinilegast og hlustađi vel á  rök andstćđinga sinna. Ţegar alt kom fyrir ekki tók hann málin í eigin hendur, felldi dóm og leitađist viđ ađ framfylgja honum. Hann fór um lönd međ báli og brandi í bókstaflegum skilningi. En ţar sem kunnur sómamađur og ţađ voru fleiri en hann sem fengu ađ kenna á órétti og  yfirgangi valdamanna, höfđu margir samúđ međ málstađ  hans. Loks  lukkađist honum ađ fá mál sitt tekiđ upp aftur og tekst loks á ćvintýralegan hátt ađ ná sínu fram ţótt hann vćri síđan dćmdur til dauđa fyrir ofbeldisverk sín.

Ţessi saga er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi gefur hún magnađa mynd af Ţýskalandi ţess tíma. Í öđru lagi er dregin upp afar skemmtileg og sannfćrandi mynd af ađalpersónunni, Mikkjáli. Hann minnir mig á vini mína úr öđrum bókum ţá Birting og Donkíkót. Hún birtist í óbilandi trú hans á sigur hins góđa, ţegar réttarkerfiđ á í hlut og  baráttuvilja  hans og fórnfýsi ţegar kemur ađ ţví ađ vera verđur ađ taka sér sverđ í hönd til ađ fulnćgja réttlćtinu.

Ţađ er Gunnar Gunnarsson skáld sem snarar ţessari frásögn á íslensku. Ţađ er líklega ekki tilviljun ađ hann velur ađ velur ađ nota ENDURSEGIR  í stađinn fyrir ţýđir. Ţađ sérkennilega viđ ţessa ţýđingu eđa endursögn er ađ hann velur ađ íslenska öll nöfn, bćđi stađarnöfn og mannanöfn. Ég var stöđugt ađ velta fyrir mér, "hvar skyldi hann vera staddur núna blessađur" og ţađ var satt ađ segja erfitt ađ vera alveg viss. En um leiđ gefur ţetta sögunni sérkennilegan blć enda minnir hún um margt á íslendingasögur.

Ţađ var gaman ađ lesa ţessaa bók en nćst ţegar ég les hana, ţá líklega eftir 50 ár ćtla ég ađ hafa bćđi landakort og skýringar viđ réttarkerfi höndina. Nú hugsa ég hlýlega til Hjálmars sem varđ ţess valdandi ađ ég tók bókina fram.

Ađ lokum. af einhverjum ástćđum hugsađi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til hremminga í nútímanum sem fólk verđur fyrir ţegar ţađ leitar til íslensk réttarkerfis. Ţetta er góđ bók sem talar beint inn í nútímann.

Bandaríkjamenn gerđu vestra (1999) út frá efni myndarinnar sem ég hef ţví miđur ekki séđ:

http://www.imdb.com/title/tt0171410/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband