Hvernig ég kynntist fiskunum, Ota Pavel

 pavel_ota_ctoucix  Ota Pavel  pavel_ota_ryby_brhugox Ota Pavel og bróðir hans Húgó

Það var var kannski mikil fyrirhygggja í því þegar ákvörðun tekin um að lesa bókina Hvernig ég kyntist fiskunum,  í lestrarfélaginu mínu. Hún hafði fenngið svo frábæra kynningu í Kiljunni að allar konurnar í klúbbnum höfðu látist heillast. En þá kom í ljós vandamál. Það var ekki svo auðvelt að útvega sér þessa bók. Hún var ekki komin í bókasafnið og það var ekki hægt að setja mig á biðlista fyrr en hún hefði verið keypt. Og svo tímdi ég ekki að kaupa hana fyrr en ég fengi hana ódýrari, í stórmarkaði eða í kilju.

En með því að nota íslensku leiðina, notfæra mér sambönd, tókst mér að verða mér úti um eintak og fékk hana í hendur í gærkvöldi. Nú hef ég lokið lestrinum. Hún kom mér ekki að óvart því hún var nákvæmlega eins og bækur sem ég vissi að Gyrðir myndi hrífast af en það var hann sem þýddi hana, það er næstum eins og hann hafi skrifað hana sjálfur, bæði efnið og stíllinn líkist honum. Það liggur við að ég sjái hann fyrir mér og heyri rödd hans meðan ég er að lesa og það er notalegt.   

Bókin er eftir tékkneskan höfund Ota Pavel sem ég  hafði aldrei heyrt nefndan enda hefur hann fyrst og fremst verið þekktur nema heima fyrir. Bókin er minningabrot höfundar frá bernsku hans en hann er fæddur 1930 og er því enn barn þegar Tékkóslóvakía er hernumin af þjóðverjum. Faðir hans var gyðingur en móðir hans kristin. Faðir hans og bræður voru sendir í fangabúðir en voru í hópi þeirra  sem lifðu stríðið af. Ota og móðir hans þraukuðu stríðsárin og við matarskort og kúgun og óvissu sem fylgdu þessu stríði eins og reyndar öllum stríðum.

Sem ungur maður stóð Ota framarlega í íþróttum (íshokkí) og varð síðar íþróttafréttamaður. Það gaf honum aðgang að ferðalögum sem aðeins fáir áttu aðgang að meðan járntjaldið lokaði á frjálsar ferðir á dögum kalda stríðsins. Hann veikist síðan af geðhvarfasýki (1964) og þannig að blaðamannsferill hans var ekki langur. Hann segir aðeins frá þessari  reynslu sinni í bókinni og því hvernig hún tengdist því að hann fór að skrifa um  bernsku sína. Það var þá sem hann komst að því að hann gat sótt þangað styrk og gleði sem  gerði hann færan um að takast á við líf sitt og við veikindin.

Miningar hans snúast margar stundum sem hann átti með fjölskyldu sinni að sumarlagi einkum með föður sínum, bræðrum og frænda við veiðar í ám og vötnum. Fegurðin ræður ríkjum og veiðimaðurinn verður að læra að hugsa eins og bráðin sem hann ætlar að fanga. Hann segir líka frá lífi fjölskyldu sinnar, breiskleikum og styrk hennar og  hlýju þegar á reynir.

Ég hefði trúlega aldrei valið mér bók um veiðar ef Gyrðir hefði ekki þýtt hana. Nú er það ekki svo að ég eigi mér ekki líkar minningar úr bernsku, því við vorum endalaust að veiða á heimgerð veiðarfæri, í net eða bara með berum höndunum. Það er bara ekki sami ljómi yfir þessari veiði hjá mér eins og hjá Ota. Mér þótti silungur vondur matur og þykir enn. En það vantaði ekki náttúrufegurðina í Norðurdalnum en þegar ég vitja hennar í draumum mínum og minningum er mér ljúfara að minnast þess þegar ég gekk við fé, hlýjaði lömbum sem voru við það að krókna eða jafnvel þegar ég stóð yfir fé í vetrarhörkum þegar búið var heylítið. Það vantar sem sagt alveg í mig veiðigleðina.

En þessi bók er undurljúf og það var ekkert nema ánægja að lesa hana. Ég treysti mér ekki til að lýsa henni eins og hún verðskuldar því ég á ekki vald á ekki orð yfir þau hughrif sem hún kallaði fram hjá mér. Þau minna mig á hugarástand sem ég finn fyrir þegar ég geng í náttúrunni eða stend fyrir  framan málveerk sem heillar mig. 

Eintakið sem mér tókst að útvega mér á eftir að ganga á milli nokkurra lesara áður en ég skila henni þakklát til minnar greiðasömu vinkonu sem er með sambönd og lánaði mér hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 189013

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband