Alveg glymjandi einvera; Bohumil Hrabal

Bohumil_Hrabal_by_Kubik_1994_02      Hrabal 

Um hvað fjallar bók með slíku nafni var mín fyrsta hugsun þegar ég  heyrið þessa bók nefna. Nú er ég búin að lesa hana í þriðja skipti, reyndar með nokkru millibili og um hvað fjallar hún?

Í bókinni segir frá Hantja sem hefur unnið við móttöku og pökkun á pappír í 35 ár. Hann vandar sig við  að gera hvern pakka einstakan með því að velja inn í hann góððar bækur sem hann opnar á þar sem standa fleygar setningar eftir gáfumenn, ýmisst heimspekinga eða valda rithöfunda. Hann gætir þess einnig að pakkarnir séu fallegir fyrir augað, það gerir hann með því að sjá til þess að eftirprentanir af frægum listaverkum blasi við. Mýs sækja í að hreiðra um sig í bóka- og pappírsruslinu. Hantja er miskunnarlaus hvað þessi smádýr varðar og þær pakkast með, heilu  fjölskyldurnar.

Smám saman að kynnast maður Hantja.  Hann talar við til lesandans í fyrstu persónu meðan hann er að fást við vinnu sína, segir hvað hann er að hugsa, hvað fyrir augu ber og rifjar upp atvik úr fortíðinni. Hann er bókaunnandi og hefur komið sér upp miklu safni af bókum sem hann hirðir úr ruslinu. Og hann er vel að sér um innihald bóka því  hann  talar um rithöfunda, heimspekinga og andans menn rétt eins og þeir séu gamlir kunningjar hans eða nákomnir ættingjar. Við fáum líka að kynnast lifandi persónum sem hann hittir eða þekkir. Myndin sem ég fékk af honum var mynd af frjálslyndum og umburðarlyndum manni. Hann var líka skyldurækinn og nostraði við starf sitt. Eiginlega vammlaus ef undan er skilin skortur á mannúð gagnvart músunum. En hann hafði samúð með þeim. Ég hef sjálf lent í þessari aðstöðu og skil vanda hanss. Hatja á einungis 5 ár eftir í eftirlaunaldur þegar heimur hans hrynur af því það á  að fara að nútímavæða ruslapappírspressunina og það á að skikka hann til að vinna með nýjan ónotaðan pappír. Ekkert innihald, ekkert líf.

Ég sé á því sem ég skrifa að það er ómögulet að segja frá þessari bók. Eiginlega lýsir henni best að á meðan maður les er hún stöðugt að koma manni á óvart og hún er á vissan hátt spennandi. Það eru mörg gullkorn og margar perlur í þessari sögu.

Sagan er eftir tékkneskan mann að nafni Bohumil Hrabal (f. 1914, d. 1997). Honum hefur verið líkt við snillinga á borð við Cervantes og Kafka. Hann er virtur í heimalandi sínu og hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Hér á landi hefur einungis verið þýdd þessa bók og er þýðingin gerð af Olgu Maríu Fransdóttur og Þorgeiri Þorgeirssyni. Hún kom út 1992.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestir undir smásjá er önnur bók eftir Hrabal í íslenskri þýðingu Baldurs Sigurðssonar. Skal koma með hana næst.

G

Guðrún Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 189015

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband